Lamborghini fyrir egóista Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2013 10:00 Sportbíll með plássi fyrir aðeins einn getur hæglega talist bíll fyrir egóista, eða sjálfhverfa einstaklinga. Hann ber því nafn með rentu þessi Lamborghini Egoista. Smíði bílsins er enn ein afmælisgjöfin sem Lamborghini færir sjálfu sér á 50 ára afmæli fyrirtækisins. Hann var kynntur í einkasamkvæmi starfsfólks Lamborghini. Egoista er með 5,2 lítra og 10 strokka vél sem skilar 600 hestöflum. Innblástur við smíði bílsins var fengin frá Apache þyrlunni og innviðir og stjórntæki bílsins eru mikið í ætt við flugstjórnarklefa í herþotum. Líklegt má telja að þetta verði eina eintakið af Egoista, en engin áform eru um fjöldaframleiðslu hans. Ítalska Lamborghini sportbílafyrirtækið er í eigu Audi, sem aftur er í eigu Volkswagen. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent
Sportbíll með plássi fyrir aðeins einn getur hæglega talist bíll fyrir egóista, eða sjálfhverfa einstaklinga. Hann ber því nafn með rentu þessi Lamborghini Egoista. Smíði bílsins er enn ein afmælisgjöfin sem Lamborghini færir sjálfu sér á 50 ára afmæli fyrirtækisins. Hann var kynntur í einkasamkvæmi starfsfólks Lamborghini. Egoista er með 5,2 lítra og 10 strokka vél sem skilar 600 hestöflum. Innblástur við smíði bílsins var fengin frá Apache þyrlunni og innviðir og stjórntæki bílsins eru mikið í ætt við flugstjórnarklefa í herþotum. Líklegt má telja að þetta verði eina eintakið af Egoista, en engin áform eru um fjöldaframleiðslu hans. Ítalska Lamborghini sportbílafyrirtækið er í eigu Audi, sem aftur er í eigu Volkswagen.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent