Líf að færast í vötnin Kristján Hjálmarsson skrifar 10. maí 2013 14:35 Urriðinn í Elliðavatni ku vera vel haldinn. Mynd/Heiða Fyrir utan gærdaginn hefur verið frekar kalt í veðri síðustu daga og því lítið um fréttir úr stóru vötnunum. Á vef Veiðikortsins er stiklað á stóru í fréttum af vötnunum og virðist sem þau séu að taka við sér. Með hækkandi hitastigi hefur færst líf í veiðina í Vífilsstaðavatni. Urriðinn er kominn á kreik í Þingvallavatni og veiddist meðal annars einn 12 punda fiskur þar og annar sem var 85 sentimetrar og 40 sentimetrar í ummál, að því er segir á vef Veiðikortsins. Stærstu bleikjurnar koma í maí en þá virðist vera meira að sílableikju við landið og getur hún orðið mjög stór. Urriðinn í Elliðavatn ku vera vel haldinn og í Meðalfellsvatni hafa sæmilegir fiskar fengist. Nánari fréttir má finna á vef Veiðikortsins. Stangveiði Mest lesið Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Vetrarlaxarnir í Elliðaánum Veiði Steinsmýrarvötn hafa verið að gefa vel Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Jólagleði SVFR verður haldin á föstudagskvöld Veiði
Fyrir utan gærdaginn hefur verið frekar kalt í veðri síðustu daga og því lítið um fréttir úr stóru vötnunum. Á vef Veiðikortsins er stiklað á stóru í fréttum af vötnunum og virðist sem þau séu að taka við sér. Með hækkandi hitastigi hefur færst líf í veiðina í Vífilsstaðavatni. Urriðinn er kominn á kreik í Þingvallavatni og veiddist meðal annars einn 12 punda fiskur þar og annar sem var 85 sentimetrar og 40 sentimetrar í ummál, að því er segir á vef Veiðikortsins. Stærstu bleikjurnar koma í maí en þá virðist vera meira að sílableikju við landið og getur hún orðið mjög stór. Urriðinn í Elliðavatn ku vera vel haldinn og í Meðalfellsvatni hafa sæmilegir fiskar fengist. Nánari fréttir má finna á vef Veiðikortsins.
Stangveiði Mest lesið Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Vetrarlaxarnir í Elliðaánum Veiði Steinsmýrarvötn hafa verið að gefa vel Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði Jólagleði SVFR verður haldin á föstudagskvöld Veiði