Ferrari John Lennon til sölu 10. maí 2013 13:06 Fagurblár Ferrari Lennons Fyrsti bíllinn sem bítillinn John Lennon eignaðist, Ferrari 330GT 2+2 Coupe, verður boðinn upp hjá uppboðshúsi Bonhams þann 12. júlí. John Lennon tók ekki bílpróf fyrr en hann var orðinn 25 ára gamall og ekki dugði poppgoðinu minna en Ferrari sem fyrsti bíll. Fyrir bílinn greiddi Lennon 6.500 pund, sem í dag leggst á 1,17 milljón króna. Það verður ekki verðið sem fæst fyrir bílinn góða á uppboðinu í þarnæsta mánuði því búist er við að fyrir hann fáist 33-37 milljónir króna. Ef þau 6.500 pund sem Lennon greiddi á sínum tíma eru framreiknuð til dagsins í dag, þá hefur hann greitt um 110.000 pund fyrir bílinn, eða um 20 milljónir króna. Það er því ekki svo mikið hærri upphæð sem fæst fyrir bílinn nú. Aðeins voru framleiddir 500 bílar af þeirri gerð sem Ferrari Lennons átti og eykur það söfnunargildi hans. Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent
Fyrsti bíllinn sem bítillinn John Lennon eignaðist, Ferrari 330GT 2+2 Coupe, verður boðinn upp hjá uppboðshúsi Bonhams þann 12. júlí. John Lennon tók ekki bílpróf fyrr en hann var orðinn 25 ára gamall og ekki dugði poppgoðinu minna en Ferrari sem fyrsti bíll. Fyrir bílinn greiddi Lennon 6.500 pund, sem í dag leggst á 1,17 milljón króna. Það verður ekki verðið sem fæst fyrir bílinn góða á uppboðinu í þarnæsta mánuði því búist er við að fyrir hann fáist 33-37 milljónir króna. Ef þau 6.500 pund sem Lennon greiddi á sínum tíma eru framreiknuð til dagsins í dag, þá hefur hann greitt um 110.000 pund fyrir bílinn, eða um 20 milljónir króna. Það er því ekki svo mikið hærri upphæð sem fæst fyrir bílinn nú. Aðeins voru framleiddir 500 bílar af þeirri gerð sem Ferrari Lennons átti og eykur það söfnunargildi hans.
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent