Glæsileg dagskrá á Shorts & Docs-hátíðinni 10. maí 2013 12:45 Alls taka 88 myndir þátt á þessarri skemmtilegu kvikmyndahátíð. Þessa dagana er sannkölluð veisla í boði fyrir kvikmyndaáhugamenn. Reykjavík Shorts & Docs-hátíðin stendur yfir þar til á fimmtudaginn í næstu viku og er af nægu að taka. Hér fyrir neðan má sjá brot af því sem í boði er og við hvetjum lesendur til að gefa sér nokkrar mínútur til að renna yfir þessi skemmtilegu sýnishorn úr nokkrum af myndum hátíðarinnar. Alls eru sýndar 88 myndir en aðstandendum hátíðarinnar bárust alls 350 myndir til að velja úr. Fjöldi erlendra kvikmyndagerðar- og blaðamanna eru komnir til landsins til að taka þátt en verðlaun eru veitt í tveimur keppnisflokkum; besta heimildarmynd nýliða og besta íslenska stuttmyndin. Átta myndir keppa í síðarnefnda flokknum og sex erlendar heimildarmyndir keppa í fyrrnefnda flokknum. Heimildarmyndirnar eiga það allar sameiginlegt að vera fyrsta eða önnur kvikmynd leikstjórans. Aðrir sýningarflokkar á hátíðinni eru pólskar stuttmyndir, þýskar stuttmyndir, LGBT stutt- og heimildarmyndir, náttúra og útivist og loks íslenskar konur í kvikmyndagerð. Þetta er í ellefta sinn sem hátíðin fer fram en sýningar eru í Bíói Paradís, Kexi Hosteli og í Slipp Bíói sem er í Hótel Marina. Hér má nálgast dagskránna í heild sinni. Þá er hægt að fylgjast nánar með gangi mála á Facebook-síðu hátíðarinnar.Mission to Larsleikstjórar James Moore & William Spicer / 2012 / 74 mínútur / Bretland Tom er greindur með afbrigði af einhverfu sem nefnist Fragile X Syndrome. Hann er mikill aðdáandi Lars Ulrich, trommara Metallica og á þá ósk heitasta að hitta goðsögnina í eigin persónu. Systkini hans Kate og Will Spicer ætla að hjálpa bróður sínum að hitta Lars og saman fara þau í ferðalag til að freista þess að láta draum Tom rætast. James Moore, leikstjóri myndarinnar, er staddur á til Íslandi í tilefni sýninga á myndinni sem er jafnframt opnunarmynd hátíðarinnar. Tónlistarmaðurinn Mike Lindsay í Tunng og Cheek Mountain Thief samdi tónlistina í myndinni og var með tónlistaratriði að lokinni opnunarsýningunni í Bíó Paradís í gærkvöldi. James verður viðstaddur allar sýningar á Mission to Lars og mun svara spurningum áhorfenda að sýningum loknum. Myndin er tilnefnd til verðlauna í keppnisflokknum Besta heimildamynd nýliða.Sýnd: Mission to Lars er opnunarmynd Reykjavík Shorts & Docs Festival. Sýningar eru fimmtudaginn 9. maí kl. 20, föstudaginn 10.maí kl. 18 og laugardaginn 11. maí kl. 20 í Bíó Paradís.Fuck for Forestleikstj. Michal Marczak / 2012 / 86 mínútur / Pólland Fuck for Forest fjallar um hóp ungmenna í Berlín sem safnar fé til umhverfisverndarstarfs, en hugmyndafræði þeirra er sú að kynlíf geti bjargað heiminum frá glötun. Hópurinn fer heldur óvenjulega leið að markmiði sínu en þau selja heimagerðar erótískar myndir á internetinu. Fuck for Forest er tilnefnd til verðlauna í keppnisflokknum Besta heimildamynd nýliða.Sýnd: Mánudaginn 13. maí kl. 20 og miðvikudaginn 15. maí kl. 18 í Bíó Paradís. Leikstjórinn Michal Marczak verður viðstaddur báðar sýningarnar og mun svara spurningum áhorfenda að sýningum loknum. Skollialesleikstj. Haukur Sigurðsson / 30 mínútur / Ísland, Noregur Í um tvo mánuði á ári berst hópur karla á besta aldri við heimskautarefinn á varpsvæði æðarfuglsins vestur á fjörðum. Skolliales rekur sögu þessa manna í bland við kveðskap, kökur, gamlar byssur og jeppa.Sýningarflokkur: Norrænar stutt- og heimildamyndir. Sýnd: þriðjdaginn 14. maí kl. 18 í Gym&Tonic á Kex Hostel. The Love Part of thisleikstj. Lya Guerra / 2012 / 82 mínútur / BNA, Noregur Snemma á áttunda áratugnum yfirgáfu hinar afar ólíku Grace og Grace eiginmenn sína ásamt börnum sínum til að hefja saman langt og viðburðaríkt ástarsamband. Þessi fyndna og mannlega mynd fjallar um lífið og ástina og tekur á sig óvæntan snúning undir lokin. The Love Part of This er tilnefnd til verðlauna í keppnisflokknum Besta heimildamynd nýliða.Sýnd: fimmtudaginn 9. maí kl. 22 og sunnudaginn 12.maí kl. 20 í Bíó Paradís.How to Survive a Plagueleikstj. David Frence / 2012 / 120 mínútur / BNA Margverðlaunuð mynd, tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrr á þessu ári. Fjallar um baráttu hinsegin grasrótarsamtaka í Bandaríkjunum á níunda og tíunda áratugnum við heilbrigðiskerfið og lyfjaiðnaðinn þegar alnæmisfaraldurinn geysaði sem hæst innan raða samkynhneigðra. Frábær mynd sem allir ættu að sjá sem hafa áhuga á sögu hinsegin fólks og vitnisburður um hverju kraftur grasrótarsamtaka getur áorkað. How to Survive a Plague er tilnefnd til verðlauna í keppnisflokknum Besta heimildamynd nýliða.Sýnd: föstudaginn 10. maí kl. 22 og fimmtudaginn 16. maí kl. 18 í Bíó Paradís. Google and the World Brainleikstj. Ben Lewis / 90 mínútur / Bretland, Spánn Google hóf nýverið það metnaðarfulla verkefni að afrita hverja einustu bók í heiminum og gera aðgengilega á netinu. Verkefnið er eitt það metnaðarfyllsta sem nokkurn tíman hefur verið framkvæmt á netinu en fjöldi fólks er að reyna að koma í veg fyrir að Google nái markmiði sínu. Google segir markmiðið bókasafn fyrir allt mannkynið en sumir vilja meina að markmið þeirra séu önnur. Leikstjóri myndarinnar Ben Lewis verður viðstaddur sýningu myndarinnar og mun svara spurningum áhorfenda að þeim loknum.Sýnd: þriðjudaginn 14. maí kl. 20 í Bíó Paradís. Athugið að aðeins verður þessi eina sýning.I Believe I Can Fly (Flight of the Frenchies)leikstj. Sébastien Montaz-Rosset / 42 mínútur / Frakkland Ofurhugarnir Tancrède and Julien stunda ‘base-jump’ af mikilli ástríðu og þeir óttast ekki að láta sig falla niður úr mikilli hæð og í óvissuna. Það reynir á vináttuna og kjarkinn þegar þeir fara að þróa íþróttina með því að blanda ‘high-lining’ í stökk sín og útkoman er mögnuð. Myndin er ekki fyrir lofthrædda!Sýningaflokkur: Jaðaríþróttir. Sýnd: mánudaginn 13. maí kl. 18 í Gym & Tonic á Kex Hostel. Frír aðgangur. A World not Oursleikstj. Mahdi Fleifel / 2012 / 63 mínútur / Danmörk / Líbanon / UKA World not Ours fjallar um þrjár kynslóðir flóttamanna í palestínsku flóttamannabúðunum 'Ein el-Helweh' í suður Líbanon. Leikstjórinn, Mahdi Fleifel, ólst að hluta til upp í búðunum en fjölskylda hans flutti til Danmerkur á 9. áratugnum. Hann hefur haldið góðum tengslum við vini og ættingja í búðunum og fer reglulega þangað í heimsókn en myndin hefur ekki hvað síst vakið athygli fyrir að gefa góða innsýn í daglegt líf í búðunum, en hún er jafnframt persónuleg saga og full af húmor. A World not Ours hefur verið sýnd á fjölda kvikmyndahátíða um allan heim og unnið til fjölmargra verðlauna, m.a. Black Pearl verðlaunin fyrir bestu heimildamyndina á Abu Dhabi Film Festival og Special Mention from the Grand Jury á One World Festival í Prag. Þá var hún sýnd á Berlinale í febrúar sl. Mahdi Fleifel verður viðstaddur báðar sýningar á myndinni og mun svara spurningum áhorfenda að þeim loknum. A World not Ours er tilnefnd til verðlauna í keppnisflokknum Besta heimildamynd nýliða.Sýnd: Félagið Ísland-Palestína stýrir umræðum við Fleifel laugardaginn 11. maí kl. 18 en myndin er einnig sýnd sunnudaginn 12. maí kl. 22 í Bíó Paradís.FinnsurfLeikstj. / Dir. Aleksi Raij / 47 mínútur / Finnland FinnSurf er fyrsta heimildamyndin um finnska brimbrettakappa og fjallar um fimm brimbrettakappa og ástríðu þeirra fyrir íþróttinni. Þeir láta ekkert aftra sér að stunda íþróttina, ekki einu sinni finnska frostið og veturinn.Sýningaflokkur: Jaðaríþróttir. Sýnd: sunnudaginn 12. maí kl. 18 og þriðjudaginn 14. maí kl. 20 í Gym & Tonic á Kex Hostel. Frír aðgangur.Growing HomeLeikstj. Trond Kvig Andreassen / 21’ / Noregur Hestmannøy er fámenn eyja við strendur Noregs. Einn íbúinn, Kurt, stundar sjálfsþurftarbúskap og er sjálfum sér nógur. Í þessu stórbrotna umhverfi hefur Kurt fundið sína paradís. Myndin fjallar um Kurt og daglegt líf eyjaskeggja sem fer ört fækkandi á eyjunni.Sýningarflokkur: Norrænar stutt- og heimildamyndir. Sýnd: sunnudaginn 12. maí kl. 16:00 í Slipp Bíó (Reykjavík Marina). Frír aðgangur. JulianLeikstj. Antonio da Silva /10’ / Portúgal Julian er bæði ferðasaga um Portúgal og saga af sumarást, mynduð á super 8 filmu. Frásögnin er ljóðræn og persónuleg og Julian er kynntur til sögunnar sem hinn ,,göfugi villimaður” Rousseau. Sýningaflokkur: LGBT - stutt- og heimildamyndir um samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk. Sýnd: laugardaginn 11. maí kl. 18:00 í Slipp Bíó (Reykjavík Marina). Frír aðgangur.SalmaLeikstj. Kim Longinotto / 91 mínúta / Bretland, Indland Hin heimsþekkta og margverðlaunaða breska heimildamyndagerðarkonan Kim Longinotto sýnir nýjustu mynd sína Salma á Reykjavík Shorts & Docs Festival. Myndin fjallar um ljóðskáldið Sölmu og einstaka sögu hennar en henni var haldið fanginni árum saman, fyrst af fjölskyldu sinni og síðar eiginmanni sínum. Hún braust undan ánauðinni og er nú eitt þekktasta ljóðskáld suður Indlands. Hún neitaði að láta þagga niður í sér og er nú virtur aðgerðarsinni, stjórnmálamaður og síðast en ekki síst virt skáld. Sýning myndarinnar er í samstarfi við Un Women á Íslandi, sem mun stýra umræðum með Longinotto að lokinni sýningu myndarinnar föstudaginn 10. maí kl. 20 í Bíó Paradís.Sýnd: föstudaginn 10.maí kl. 20:00 og laugardaginn 11.maí kl. 22 í Bíó Paradís. Leikstjóri myndarinnar Kim Longinotto verður viðstödd báðar sýningarnar og mun svara spurningum áhorfenda að þeim loknum.One Step BeyondLeikstj. Sébastien Montaz-Rosset / 56 mínútur / Frakkland One Step Beyond gefur einstaka innsýn í líf íþróttafólks sem stundar jaðaríþróttir s.s. ‘base-jump’ og ‘wing-suite’-stökk. Ein þeirra, Géraldine Fasnacht, er margverðlaunuð atvinnukona í jaðaríþróttum. Lífið hefur þó ekki verið eintómur dans á rósum hjá Fasnacht og hún hefur þurft að takast á við ýmiss áföll sem hafa neytt hana til að endurskoða líf sitt og starfsvettvang. En ástríða hennar fyrir jaðaríþróttum er einstök og hún er ákveðin að láta áföll ekki buga sig. Sýningaflokkur: Jaðaríþróttir Sýnd: mánudaginn 13.maí kl. 18:00 í Gym & Tonic á Kex Hostel. Frír aðgangur. My Godfather, His Thai Bride and Me Leikstj. Wille Hyvonen / 60 mínútur / Finnland Guðfaðir Willie er ástfanginn af tælenskri konu. Willie hefur sýnar efasemdir um ást milli vestræns karlmanns og tælenskrar konu og vill meina að slíkt samband sé ekkert annað en vændi. Guðfaðir Willie býður honum til Tælands til að sýna fram á að samband þeirra sé raunverulegt. En er þau ástangin?Sýningaflokkur: Norrænar stutt- og heimildamyndir. Sýnd: laugardaginn 11. maí kl. 16:00 í Slipp Bíó (Reykjavík Marina). Frír aðgangur.For you nakedLeikstj. Sara Broos / 2012 / 74 mínútur / Svíþjóð Þekktur sænskur listmálari og ungur brasilískur dansari hittast á Skype og ákveða að hittast þrátt fyrir að tala ekki sama tungumálið. Þetta markar upphaf ófyrirsjáanlegrar og köflóttrar ástarsögu þar sem dansinn milli ástarþrár og innri djöfla stelur sviðsljósinu. Myndin er tilnefnd til verðlauna í keppnisflokknum Besta heimildamynd nýliða. Sýnisflokkur: LGBT - stutt- og heimildamyndir um samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk. Sýnd: miðvikudaginn 15.maí kl. 20 og fimmtudaginn 16. maí kl. 22 í Bíó Paradís.My LoveLeikstj. Iben Haahr Andersen / 66 mínútur / Danmörk Paul stendur á sextugu og er einn síðustu smábátasjómanna Danmerkur. Hann á erfiða sögu að baki og lifir kyrrlátu lífi á Jótlandi. En lífið kemur á óvart og þegar Paul kynnist Mai frá Taílandi hefst alveg nýr kafli. Falleg mynd sem tekur að auki á ýmsum málum sem vert er að hugsa um í dag.Sýningaflokkur: LGBT - stutt- og heimildamyndir um samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk. Sýnd: laugardaginn 11. maí kl. 18:00 í Slipp Bíó (Reykjavík Marina). Frír aðgangur. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þessa dagana er sannkölluð veisla í boði fyrir kvikmyndaáhugamenn. Reykjavík Shorts & Docs-hátíðin stendur yfir þar til á fimmtudaginn í næstu viku og er af nægu að taka. Hér fyrir neðan má sjá brot af því sem í boði er og við hvetjum lesendur til að gefa sér nokkrar mínútur til að renna yfir þessi skemmtilegu sýnishorn úr nokkrum af myndum hátíðarinnar. Alls eru sýndar 88 myndir en aðstandendum hátíðarinnar bárust alls 350 myndir til að velja úr. Fjöldi erlendra kvikmyndagerðar- og blaðamanna eru komnir til landsins til að taka þátt en verðlaun eru veitt í tveimur keppnisflokkum; besta heimildarmynd nýliða og besta íslenska stuttmyndin. Átta myndir keppa í síðarnefnda flokknum og sex erlendar heimildarmyndir keppa í fyrrnefnda flokknum. Heimildarmyndirnar eiga það allar sameiginlegt að vera fyrsta eða önnur kvikmynd leikstjórans. Aðrir sýningarflokkar á hátíðinni eru pólskar stuttmyndir, þýskar stuttmyndir, LGBT stutt- og heimildarmyndir, náttúra og útivist og loks íslenskar konur í kvikmyndagerð. Þetta er í ellefta sinn sem hátíðin fer fram en sýningar eru í Bíói Paradís, Kexi Hosteli og í Slipp Bíói sem er í Hótel Marina. Hér má nálgast dagskránna í heild sinni. Þá er hægt að fylgjast nánar með gangi mála á Facebook-síðu hátíðarinnar.Mission to Larsleikstjórar James Moore & William Spicer / 2012 / 74 mínútur / Bretland Tom er greindur með afbrigði af einhverfu sem nefnist Fragile X Syndrome. Hann er mikill aðdáandi Lars Ulrich, trommara Metallica og á þá ósk heitasta að hitta goðsögnina í eigin persónu. Systkini hans Kate og Will Spicer ætla að hjálpa bróður sínum að hitta Lars og saman fara þau í ferðalag til að freista þess að láta draum Tom rætast. James Moore, leikstjóri myndarinnar, er staddur á til Íslandi í tilefni sýninga á myndinni sem er jafnframt opnunarmynd hátíðarinnar. Tónlistarmaðurinn Mike Lindsay í Tunng og Cheek Mountain Thief samdi tónlistina í myndinni og var með tónlistaratriði að lokinni opnunarsýningunni í Bíó Paradís í gærkvöldi. James verður viðstaddur allar sýningar á Mission to Lars og mun svara spurningum áhorfenda að sýningum loknum. Myndin er tilnefnd til verðlauna í keppnisflokknum Besta heimildamynd nýliða.Sýnd: Mission to Lars er opnunarmynd Reykjavík Shorts & Docs Festival. Sýningar eru fimmtudaginn 9. maí kl. 20, föstudaginn 10.maí kl. 18 og laugardaginn 11. maí kl. 20 í Bíó Paradís.Fuck for Forestleikstj. Michal Marczak / 2012 / 86 mínútur / Pólland Fuck for Forest fjallar um hóp ungmenna í Berlín sem safnar fé til umhverfisverndarstarfs, en hugmyndafræði þeirra er sú að kynlíf geti bjargað heiminum frá glötun. Hópurinn fer heldur óvenjulega leið að markmiði sínu en þau selja heimagerðar erótískar myndir á internetinu. Fuck for Forest er tilnefnd til verðlauna í keppnisflokknum Besta heimildamynd nýliða.Sýnd: Mánudaginn 13. maí kl. 20 og miðvikudaginn 15. maí kl. 18 í Bíó Paradís. Leikstjórinn Michal Marczak verður viðstaddur báðar sýningarnar og mun svara spurningum áhorfenda að sýningum loknum. Skollialesleikstj. Haukur Sigurðsson / 30 mínútur / Ísland, Noregur Í um tvo mánuði á ári berst hópur karla á besta aldri við heimskautarefinn á varpsvæði æðarfuglsins vestur á fjörðum. Skolliales rekur sögu þessa manna í bland við kveðskap, kökur, gamlar byssur og jeppa.Sýningarflokkur: Norrænar stutt- og heimildamyndir. Sýnd: þriðjdaginn 14. maí kl. 18 í Gym&Tonic á Kex Hostel. The Love Part of thisleikstj. Lya Guerra / 2012 / 82 mínútur / BNA, Noregur Snemma á áttunda áratugnum yfirgáfu hinar afar ólíku Grace og Grace eiginmenn sína ásamt börnum sínum til að hefja saman langt og viðburðaríkt ástarsamband. Þessi fyndna og mannlega mynd fjallar um lífið og ástina og tekur á sig óvæntan snúning undir lokin. The Love Part of This er tilnefnd til verðlauna í keppnisflokknum Besta heimildamynd nýliða.Sýnd: fimmtudaginn 9. maí kl. 22 og sunnudaginn 12.maí kl. 20 í Bíó Paradís.How to Survive a Plagueleikstj. David Frence / 2012 / 120 mínútur / BNA Margverðlaunuð mynd, tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrr á þessu ári. Fjallar um baráttu hinsegin grasrótarsamtaka í Bandaríkjunum á níunda og tíunda áratugnum við heilbrigðiskerfið og lyfjaiðnaðinn þegar alnæmisfaraldurinn geysaði sem hæst innan raða samkynhneigðra. Frábær mynd sem allir ættu að sjá sem hafa áhuga á sögu hinsegin fólks og vitnisburður um hverju kraftur grasrótarsamtaka getur áorkað. How to Survive a Plague er tilnefnd til verðlauna í keppnisflokknum Besta heimildamynd nýliða.Sýnd: föstudaginn 10. maí kl. 22 og fimmtudaginn 16. maí kl. 18 í Bíó Paradís. Google and the World Brainleikstj. Ben Lewis / 90 mínútur / Bretland, Spánn Google hóf nýverið það metnaðarfulla verkefni að afrita hverja einustu bók í heiminum og gera aðgengilega á netinu. Verkefnið er eitt það metnaðarfyllsta sem nokkurn tíman hefur verið framkvæmt á netinu en fjöldi fólks er að reyna að koma í veg fyrir að Google nái markmiði sínu. Google segir markmiðið bókasafn fyrir allt mannkynið en sumir vilja meina að markmið þeirra séu önnur. Leikstjóri myndarinnar Ben Lewis verður viðstaddur sýningu myndarinnar og mun svara spurningum áhorfenda að þeim loknum.Sýnd: þriðjudaginn 14. maí kl. 20 í Bíó Paradís. Athugið að aðeins verður þessi eina sýning.I Believe I Can Fly (Flight of the Frenchies)leikstj. Sébastien Montaz-Rosset / 42 mínútur / Frakkland Ofurhugarnir Tancrède and Julien stunda ‘base-jump’ af mikilli ástríðu og þeir óttast ekki að láta sig falla niður úr mikilli hæð og í óvissuna. Það reynir á vináttuna og kjarkinn þegar þeir fara að þróa íþróttina með því að blanda ‘high-lining’ í stökk sín og útkoman er mögnuð. Myndin er ekki fyrir lofthrædda!Sýningaflokkur: Jaðaríþróttir. Sýnd: mánudaginn 13. maí kl. 18 í Gym & Tonic á Kex Hostel. Frír aðgangur. A World not Oursleikstj. Mahdi Fleifel / 2012 / 63 mínútur / Danmörk / Líbanon / UKA World not Ours fjallar um þrjár kynslóðir flóttamanna í palestínsku flóttamannabúðunum 'Ein el-Helweh' í suður Líbanon. Leikstjórinn, Mahdi Fleifel, ólst að hluta til upp í búðunum en fjölskylda hans flutti til Danmerkur á 9. áratugnum. Hann hefur haldið góðum tengslum við vini og ættingja í búðunum og fer reglulega þangað í heimsókn en myndin hefur ekki hvað síst vakið athygli fyrir að gefa góða innsýn í daglegt líf í búðunum, en hún er jafnframt persónuleg saga og full af húmor. A World not Ours hefur verið sýnd á fjölda kvikmyndahátíða um allan heim og unnið til fjölmargra verðlauna, m.a. Black Pearl verðlaunin fyrir bestu heimildamyndina á Abu Dhabi Film Festival og Special Mention from the Grand Jury á One World Festival í Prag. Þá var hún sýnd á Berlinale í febrúar sl. Mahdi Fleifel verður viðstaddur báðar sýningar á myndinni og mun svara spurningum áhorfenda að þeim loknum. A World not Ours er tilnefnd til verðlauna í keppnisflokknum Besta heimildamynd nýliða.Sýnd: Félagið Ísland-Palestína stýrir umræðum við Fleifel laugardaginn 11. maí kl. 18 en myndin er einnig sýnd sunnudaginn 12. maí kl. 22 í Bíó Paradís.FinnsurfLeikstj. / Dir. Aleksi Raij / 47 mínútur / Finnland FinnSurf er fyrsta heimildamyndin um finnska brimbrettakappa og fjallar um fimm brimbrettakappa og ástríðu þeirra fyrir íþróttinni. Þeir láta ekkert aftra sér að stunda íþróttina, ekki einu sinni finnska frostið og veturinn.Sýningaflokkur: Jaðaríþróttir. Sýnd: sunnudaginn 12. maí kl. 18 og þriðjudaginn 14. maí kl. 20 í Gym & Tonic á Kex Hostel. Frír aðgangur.Growing HomeLeikstj. Trond Kvig Andreassen / 21’ / Noregur Hestmannøy er fámenn eyja við strendur Noregs. Einn íbúinn, Kurt, stundar sjálfsþurftarbúskap og er sjálfum sér nógur. Í þessu stórbrotna umhverfi hefur Kurt fundið sína paradís. Myndin fjallar um Kurt og daglegt líf eyjaskeggja sem fer ört fækkandi á eyjunni.Sýningarflokkur: Norrænar stutt- og heimildamyndir. Sýnd: sunnudaginn 12. maí kl. 16:00 í Slipp Bíó (Reykjavík Marina). Frír aðgangur. JulianLeikstj. Antonio da Silva /10’ / Portúgal Julian er bæði ferðasaga um Portúgal og saga af sumarást, mynduð á super 8 filmu. Frásögnin er ljóðræn og persónuleg og Julian er kynntur til sögunnar sem hinn ,,göfugi villimaður” Rousseau. Sýningaflokkur: LGBT - stutt- og heimildamyndir um samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk. Sýnd: laugardaginn 11. maí kl. 18:00 í Slipp Bíó (Reykjavík Marina). Frír aðgangur.SalmaLeikstj. Kim Longinotto / 91 mínúta / Bretland, Indland Hin heimsþekkta og margverðlaunaða breska heimildamyndagerðarkonan Kim Longinotto sýnir nýjustu mynd sína Salma á Reykjavík Shorts & Docs Festival. Myndin fjallar um ljóðskáldið Sölmu og einstaka sögu hennar en henni var haldið fanginni árum saman, fyrst af fjölskyldu sinni og síðar eiginmanni sínum. Hún braust undan ánauðinni og er nú eitt þekktasta ljóðskáld suður Indlands. Hún neitaði að láta þagga niður í sér og er nú virtur aðgerðarsinni, stjórnmálamaður og síðast en ekki síst virt skáld. Sýning myndarinnar er í samstarfi við Un Women á Íslandi, sem mun stýra umræðum með Longinotto að lokinni sýningu myndarinnar föstudaginn 10. maí kl. 20 í Bíó Paradís.Sýnd: föstudaginn 10.maí kl. 20:00 og laugardaginn 11.maí kl. 22 í Bíó Paradís. Leikstjóri myndarinnar Kim Longinotto verður viðstödd báðar sýningarnar og mun svara spurningum áhorfenda að þeim loknum.One Step BeyondLeikstj. Sébastien Montaz-Rosset / 56 mínútur / Frakkland One Step Beyond gefur einstaka innsýn í líf íþróttafólks sem stundar jaðaríþróttir s.s. ‘base-jump’ og ‘wing-suite’-stökk. Ein þeirra, Géraldine Fasnacht, er margverðlaunuð atvinnukona í jaðaríþróttum. Lífið hefur þó ekki verið eintómur dans á rósum hjá Fasnacht og hún hefur þurft að takast á við ýmiss áföll sem hafa neytt hana til að endurskoða líf sitt og starfsvettvang. En ástríða hennar fyrir jaðaríþróttum er einstök og hún er ákveðin að láta áföll ekki buga sig. Sýningaflokkur: Jaðaríþróttir Sýnd: mánudaginn 13.maí kl. 18:00 í Gym & Tonic á Kex Hostel. Frír aðgangur. My Godfather, His Thai Bride and Me Leikstj. Wille Hyvonen / 60 mínútur / Finnland Guðfaðir Willie er ástfanginn af tælenskri konu. Willie hefur sýnar efasemdir um ást milli vestræns karlmanns og tælenskrar konu og vill meina að slíkt samband sé ekkert annað en vændi. Guðfaðir Willie býður honum til Tælands til að sýna fram á að samband þeirra sé raunverulegt. En er þau ástangin?Sýningaflokkur: Norrænar stutt- og heimildamyndir. Sýnd: laugardaginn 11. maí kl. 16:00 í Slipp Bíó (Reykjavík Marina). Frír aðgangur.For you nakedLeikstj. Sara Broos / 2012 / 74 mínútur / Svíþjóð Þekktur sænskur listmálari og ungur brasilískur dansari hittast á Skype og ákveða að hittast þrátt fyrir að tala ekki sama tungumálið. Þetta markar upphaf ófyrirsjáanlegrar og köflóttrar ástarsögu þar sem dansinn milli ástarþrár og innri djöfla stelur sviðsljósinu. Myndin er tilnefnd til verðlauna í keppnisflokknum Besta heimildamynd nýliða. Sýnisflokkur: LGBT - stutt- og heimildamyndir um samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk. Sýnd: miðvikudaginn 15.maí kl. 20 og fimmtudaginn 16. maí kl. 22 í Bíó Paradís.My LoveLeikstj. Iben Haahr Andersen / 66 mínútur / Danmörk Paul stendur á sextugu og er einn síðustu smábátasjómanna Danmerkur. Hann á erfiða sögu að baki og lifir kyrrlátu lífi á Jótlandi. En lífið kemur á óvart og þegar Paul kynnist Mai frá Taílandi hefst alveg nýr kafli. Falleg mynd sem tekur að auki á ýmsum málum sem vert er að hugsa um í dag.Sýningaflokkur: LGBT - stutt- og heimildamyndir um samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk. Sýnd: laugardaginn 11. maí kl. 18:00 í Slipp Bíó (Reykjavík Marina). Frír aðgangur.
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira