Rússneskur hraðakstur endar illa Finnur Thorlacius skrifar 29. maí 2013 13:45 Rísandi hraðamælirinn sem fór í 200 Það er ekki góð hugmynd að aka á 200 kílómetra hraða eftir fjölförnum borgarvegi með fjölda undirganga sem lítið sést í. En hvar skildi slíkt vera stundað, nema þá helst í Rússlandi og þá eru mælaborðsmyndavélar oft í gangi sem taka upp hálfvitaskapinn. Þessi djarfi ökumaður er á öflugum Subaru WRX bíl og telur sig geta elt mótorhjól sem fer framúr honum á ógnarhraða. Það sem mótorhjólið getur en hann hinsvegar ekki er að fara á milli bíla, jafnvel á mikilli ferð. Heiðarleg tilraun þessa ökumanns til að gera slíkt hið sama misheppnast hrapalega, enda erfitt fyrir tveggja metra breiðan bíl að komast gegnum 1 meters bil milli bíla. Allt endar þeta í tómri vitleysu, hann ekur á fjölmarga bíla, loftpúðarnir springa út og í fjarska heyrist í lok mynskeiðsins að aðrir vegfarendur eru ekkert sérlega hrifnir af háttalagi þessa fifldjarfa ökumanns. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Það er ekki góð hugmynd að aka á 200 kílómetra hraða eftir fjölförnum borgarvegi með fjölda undirganga sem lítið sést í. En hvar skildi slíkt vera stundað, nema þá helst í Rússlandi og þá eru mælaborðsmyndavélar oft í gangi sem taka upp hálfvitaskapinn. Þessi djarfi ökumaður er á öflugum Subaru WRX bíl og telur sig geta elt mótorhjól sem fer framúr honum á ógnarhraða. Það sem mótorhjólið getur en hann hinsvegar ekki er að fara á milli bíla, jafnvel á mikilli ferð. Heiðarleg tilraun þessa ökumanns til að gera slíkt hið sama misheppnast hrapalega, enda erfitt fyrir tveggja metra breiðan bíl að komast gegnum 1 meters bil milli bíla. Allt endar þeta í tómri vitleysu, hann ekur á fjölmarga bíla, loftpúðarnir springa út og í fjarska heyrist í lok mynskeiðsins að aðrir vegfarendur eru ekkert sérlega hrifnir af háttalagi þessa fifldjarfa ökumanns.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent