Rússneskur hraðakstur endar illa Finnur Thorlacius skrifar 29. maí 2013 13:45 Rísandi hraðamælirinn sem fór í 200 Það er ekki góð hugmynd að aka á 200 kílómetra hraða eftir fjölförnum borgarvegi með fjölda undirganga sem lítið sést í. En hvar skildi slíkt vera stundað, nema þá helst í Rússlandi og þá eru mælaborðsmyndavélar oft í gangi sem taka upp hálfvitaskapinn. Þessi djarfi ökumaður er á öflugum Subaru WRX bíl og telur sig geta elt mótorhjól sem fer framúr honum á ógnarhraða. Það sem mótorhjólið getur en hann hinsvegar ekki er að fara á milli bíla, jafnvel á mikilli ferð. Heiðarleg tilraun þessa ökumanns til að gera slíkt hið sama misheppnast hrapalega, enda erfitt fyrir tveggja metra breiðan bíl að komast gegnum 1 meters bil milli bíla. Allt endar þeta í tómri vitleysu, hann ekur á fjölmarga bíla, loftpúðarnir springa út og í fjarska heyrist í lok mynskeiðsins að aðrir vegfarendur eru ekkert sérlega hrifnir af háttalagi þessa fifldjarfa ökumanns. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent
Það er ekki góð hugmynd að aka á 200 kílómetra hraða eftir fjölförnum borgarvegi með fjölda undirganga sem lítið sést í. En hvar skildi slíkt vera stundað, nema þá helst í Rússlandi og þá eru mælaborðsmyndavélar oft í gangi sem taka upp hálfvitaskapinn. Þessi djarfi ökumaður er á öflugum Subaru WRX bíl og telur sig geta elt mótorhjól sem fer framúr honum á ógnarhraða. Það sem mótorhjólið getur en hann hinsvegar ekki er að fara á milli bíla, jafnvel á mikilli ferð. Heiðarleg tilraun þessa ökumanns til að gera slíkt hið sama misheppnast hrapalega, enda erfitt fyrir tveggja metra breiðan bíl að komast gegnum 1 meters bil milli bíla. Allt endar þeta í tómri vitleysu, hann ekur á fjölmarga bíla, loftpúðarnir springa út og í fjarska heyrist í lok mynskeiðsins að aðrir vegfarendur eru ekkert sérlega hrifnir af háttalagi þessa fifldjarfa ökumanns.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent