Viðskipti erlent

Eign tvítugs Norðmanns metin á rúma 100 milljarða

Auðæfi tvítugs Norðmanns, Gustav Witzöe eru metin á fimm milljarða norskra kr. eða ríflega 100 milljarða kr. Gustav er yngsti milljarðamæringur Noregs.

Í umfjöllum um auðæfi Gustav á vefsíðunni e24.no segir að megnið af auðæfum Gustavs liggi í laxeldisfélaginu Salmar. Rekstur þess hefur verið í miklum blóma undanfarin ár. Bara á þessu ári hefur verðmæti hlutafjár í Salmar aukist um 30%. Á fyrsta ársfjórðungi ársins námu tekjur þess 1,3 milljörðum norskra kr. eða ríflega 26 milljörðum kr. Það er 58% aukning á tekjunum miðað við sama tímabil í fyrra.

Salmar var í meirihlutaeigu Witzöe fjölskyldunnar, sem búsett er í Fröya, þar til árið 2011. Þá var ákveðið að setja þá eign í hendur sonarins Gustav til að losna við gífurlegan erfðafjárskatt í framtíðinni. Þrátt fyrir að Gustav sé skráður fyrir eigninni er hann enn ekki kominn í stjórn fjárfestingarfélags fjölskyldunnar, Kverva,  þar sem eigin er geymd.  Witzöe eldri, faðir Gustav, heldur enn um stjórnvölinn í Kverva.

Fram kemur að Gustav hafi tekið sér ársfrí frá háskólanámi sínu og vinnur sem stendur við eina af laxeldisstöðvum fjölskyldunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×