Starfsfólk Volkswagen fær 5,7% launahækkun Finnur Thorlacius skrifar 29. maí 2013 10:30 Í verksmiðju Volkswagen Starfsfólk Volkswagen í Þýskalandi hækkar um 3,4% í launum í september og 2,3% í júlí á næsta ári. Er þessi hækkun í takti við samskonar launahækkun sem verkalýðsfélag starfsfólks bílaverksmiðja í Bæjaralandi náði fram fyrir 770.000 starfsmenn sína. Volkswagen ætti að eiga fyrir þessari launahækkun þar sem fyrirtækið hefur notið sívaxandi hagnaðar á síðustu misserum. Hagnaður Volkswagen í fyrra var 1.840 milljarðar króna og hækkaði um 2,1% milli ára. Hagnaður annarra bílamerkja félagsins, svo sem Audi, Porsche og Bentley var mjög góður í fyrra og söluaukning þar meiri en hjá móðurfyrirtækinu Volkswagen. Fjöldi starfsfólks Volkswagen í Þýskalandi er 249.000, en samtals vinna 550.000 manns hjá Volkswagen. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Starfsfólk Volkswagen í Þýskalandi hækkar um 3,4% í launum í september og 2,3% í júlí á næsta ári. Er þessi hækkun í takti við samskonar launahækkun sem verkalýðsfélag starfsfólks bílaverksmiðja í Bæjaralandi náði fram fyrir 770.000 starfsmenn sína. Volkswagen ætti að eiga fyrir þessari launahækkun þar sem fyrirtækið hefur notið sívaxandi hagnaðar á síðustu misserum. Hagnaður Volkswagen í fyrra var 1.840 milljarðar króna og hækkaði um 2,1% milli ára. Hagnaður annarra bílamerkja félagsins, svo sem Audi, Porsche og Bentley var mjög góður í fyrra og söluaukning þar meiri en hjá móðurfyrirtækinu Volkswagen. Fjöldi starfsfólks Volkswagen í Þýskalandi er 249.000, en samtals vinna 550.000 manns hjá Volkswagen.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent