Starfsfólk Volkswagen fær 5,7% launahækkun Finnur Thorlacius skrifar 29. maí 2013 10:30 Í verksmiðju Volkswagen Starfsfólk Volkswagen í Þýskalandi hækkar um 3,4% í launum í september og 2,3% í júlí á næsta ári. Er þessi hækkun í takti við samskonar launahækkun sem verkalýðsfélag starfsfólks bílaverksmiðja í Bæjaralandi náði fram fyrir 770.000 starfsmenn sína. Volkswagen ætti að eiga fyrir þessari launahækkun þar sem fyrirtækið hefur notið sívaxandi hagnaðar á síðustu misserum. Hagnaður Volkswagen í fyrra var 1.840 milljarðar króna og hækkaði um 2,1% milli ára. Hagnaður annarra bílamerkja félagsins, svo sem Audi, Porsche og Bentley var mjög góður í fyrra og söluaukning þar meiri en hjá móðurfyrirtækinu Volkswagen. Fjöldi starfsfólks Volkswagen í Þýskalandi er 249.000, en samtals vinna 550.000 manns hjá Volkswagen. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent
Starfsfólk Volkswagen í Þýskalandi hækkar um 3,4% í launum í september og 2,3% í júlí á næsta ári. Er þessi hækkun í takti við samskonar launahækkun sem verkalýðsfélag starfsfólks bílaverksmiðja í Bæjaralandi náði fram fyrir 770.000 starfsmenn sína. Volkswagen ætti að eiga fyrir þessari launahækkun þar sem fyrirtækið hefur notið sívaxandi hagnaðar á síðustu misserum. Hagnaður Volkswagen í fyrra var 1.840 milljarðar króna og hækkaði um 2,1% milli ára. Hagnaður annarra bílamerkja félagsins, svo sem Audi, Porsche og Bentley var mjög góður í fyrra og söluaukning þar meiri en hjá móðurfyrirtækinu Volkswagen. Fjöldi starfsfólks Volkswagen í Þýskalandi er 249.000, en samtals vinna 550.000 manns hjá Volkswagen.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent