Spá brotthvarfi Volvo og Mitsubishi frá Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 29. maí 2013 08:45 Volvo S60 Viðskiptablaðið Wall Street Journal spáir því að áður en árið 2014 verður liðið muni bæði Volvo og Mitsubishi vera horfin af markaði í Bandaríkjunum. Blaðið segir að mjög erfitt sé fyrir bílaframleiðanda með minna en 0,5% markaðshlutdeild þar að keppa við risa eins og Volkswagen bílafjölskylduna, Toyota, GM og Daimler. Á síðasta ári hætti Suzuki að selja bíla í Bandaríkjunum þar sem mikið tap var hjá söluaðilum Suzuki, en fyrirtækið hafði orðið afar litla markaðshlutdeild þar vestra. Gengi Mitsubishi það sem af er ári í Bandaríkjunum er slæmt og lýsandi fyrir það er 15,5% minni sala í apríl en í fyrra þrátt fyrir stóraukna heildarsölu bíla. Sala Volvo á fyrsta ársfjórðungi minnkaði um 7,6% og um 10% í mars einum. Eini bíllinn sem Volvo selur þokkalega er 60-línan. Wall Street Journal spáir einnig erfiðleikum hjá ýmsum útgefendum bílablaða og á von á því að blöð eins og Road & Track og Car and Driver gefi upp öndina innan 18 mánaða. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent
Viðskiptablaðið Wall Street Journal spáir því að áður en árið 2014 verður liðið muni bæði Volvo og Mitsubishi vera horfin af markaði í Bandaríkjunum. Blaðið segir að mjög erfitt sé fyrir bílaframleiðanda með minna en 0,5% markaðshlutdeild þar að keppa við risa eins og Volkswagen bílafjölskylduna, Toyota, GM og Daimler. Á síðasta ári hætti Suzuki að selja bíla í Bandaríkjunum þar sem mikið tap var hjá söluaðilum Suzuki, en fyrirtækið hafði orðið afar litla markaðshlutdeild þar vestra. Gengi Mitsubishi það sem af er ári í Bandaríkjunum er slæmt og lýsandi fyrir það er 15,5% minni sala í apríl en í fyrra þrátt fyrir stóraukna heildarsölu bíla. Sala Volvo á fyrsta ársfjórðungi minnkaði um 7,6% og um 10% í mars einum. Eini bíllinn sem Volvo selur þokkalega er 60-línan. Wall Street Journal spáir einnig erfiðleikum hjá ýmsum útgefendum bílablaða og á von á því að blöð eins og Road & Track og Car and Driver gefi upp öndina innan 18 mánaða.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent