Spá brotthvarfi Volvo og Mitsubishi frá Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 29. maí 2013 08:45 Volvo S60 Viðskiptablaðið Wall Street Journal spáir því að áður en árið 2014 verður liðið muni bæði Volvo og Mitsubishi vera horfin af markaði í Bandaríkjunum. Blaðið segir að mjög erfitt sé fyrir bílaframleiðanda með minna en 0,5% markaðshlutdeild þar að keppa við risa eins og Volkswagen bílafjölskylduna, Toyota, GM og Daimler. Á síðasta ári hætti Suzuki að selja bíla í Bandaríkjunum þar sem mikið tap var hjá söluaðilum Suzuki, en fyrirtækið hafði orðið afar litla markaðshlutdeild þar vestra. Gengi Mitsubishi það sem af er ári í Bandaríkjunum er slæmt og lýsandi fyrir það er 15,5% minni sala í apríl en í fyrra þrátt fyrir stóraukna heildarsölu bíla. Sala Volvo á fyrsta ársfjórðungi minnkaði um 7,6% og um 10% í mars einum. Eini bíllinn sem Volvo selur þokkalega er 60-línan. Wall Street Journal spáir einnig erfiðleikum hjá ýmsum útgefendum bílablaða og á von á því að blöð eins og Road & Track og Car and Driver gefi upp öndina innan 18 mánaða. Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent
Viðskiptablaðið Wall Street Journal spáir því að áður en árið 2014 verður liðið muni bæði Volvo og Mitsubishi vera horfin af markaði í Bandaríkjunum. Blaðið segir að mjög erfitt sé fyrir bílaframleiðanda með minna en 0,5% markaðshlutdeild þar að keppa við risa eins og Volkswagen bílafjölskylduna, Toyota, GM og Daimler. Á síðasta ári hætti Suzuki að selja bíla í Bandaríkjunum þar sem mikið tap var hjá söluaðilum Suzuki, en fyrirtækið hafði orðið afar litla markaðshlutdeild þar vestra. Gengi Mitsubishi það sem af er ári í Bandaríkjunum er slæmt og lýsandi fyrir það er 15,5% minni sala í apríl en í fyrra þrátt fyrir stóraukna heildarsölu bíla. Sala Volvo á fyrsta ársfjórðungi minnkaði um 7,6% og um 10% í mars einum. Eini bíllinn sem Volvo selur þokkalega er 60-línan. Wall Street Journal spáir einnig erfiðleikum hjá ýmsum útgefendum bílablaða og á von á því að blöð eins og Road & Track og Car and Driver gefi upp öndina innan 18 mánaða.
Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent