Ford vél í Smart og Renault Twingo Finnur Thorlacius skrifar 28. maí 2013 15:45 Ein athygliverðasta bílvél nútímans, 1,0 lítra EcoBoost vél Ford, freistar annarra bílaframleiðenda og á Daimler nú í viðræðum við Ford um kaup á þeirri vél í bíla Daimler samstæðunnar. Vélin var kosin bílvél ársins í heiminum í fyrra og er aðeins þriggja strokka. Myndi vélin sú fara í Smart bíla, en Smart er í eigu Daimler. Þá gæti hún einnig sést í Renault Twingo, en Daimler á í miklu samstarfi við Renault-Nissan og eiga fyrirtækin 3,1% hlut hvort í öðru. Vélin er nú þegar í Ford bílunum Focus, Fiesta og B-Max. Í skiptum myndi Daimler veita Ford upplýsingar um stærri vélar Mercedes Benz sem standast nú þegar EURO6 mengunarstaðalinn. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem Daimler, Renault-Nissan og Ford eiga í samstarfi með vélar. Fyrr á þessu ári hófst samstarf þeirra í millum við smíði véla sem brenna vetni. Fyrirtækin ætla öll að hefja sölu á vetnisbílum árið 2017. Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent
Ein athygliverðasta bílvél nútímans, 1,0 lítra EcoBoost vél Ford, freistar annarra bílaframleiðenda og á Daimler nú í viðræðum við Ford um kaup á þeirri vél í bíla Daimler samstæðunnar. Vélin var kosin bílvél ársins í heiminum í fyrra og er aðeins þriggja strokka. Myndi vélin sú fara í Smart bíla, en Smart er í eigu Daimler. Þá gæti hún einnig sést í Renault Twingo, en Daimler á í miklu samstarfi við Renault-Nissan og eiga fyrirtækin 3,1% hlut hvort í öðru. Vélin er nú þegar í Ford bílunum Focus, Fiesta og B-Max. Í skiptum myndi Daimler veita Ford upplýsingar um stærri vélar Mercedes Benz sem standast nú þegar EURO6 mengunarstaðalinn. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem Daimler, Renault-Nissan og Ford eiga í samstarfi með vélar. Fyrr á þessu ári hófst samstarf þeirra í millum við smíði véla sem brenna vetni. Fyrirtækin ætla öll að hefja sölu á vetnisbílum árið 2017.
Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent