Golf

Birgir Leifur tapaði í bráðabana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Birgir Leifur Hafþórsson komst nálægt því að vinna sér þátttökurétt á móti í Evrópumótaröðinni sem fer fram í Svíþjóð í lok mánaðarins.

Hann keppti á úrtökumóti fyrir mótið um helgina ásamt um 100 öðrum kylfingum. Þrjú laus sæti voru á Nordea Masters-mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni.

Hann lék á 68 höggum í gær og varð í 3.-8. sæti. Hann fór því í umspil ásamt fimm öðrum en komst ekki áfram. Birgir Leifur hefur í dag leik á móti í Nordic Golf League-mótinu.

Birgir Leifur er eini íslensku kylfingurinn sem hefur áður unnið sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×