Gunnhildur fagnaði sigri eftir bráðabana í Þorlákshöfn Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. maí 2013 19:49 Gunnhildur Kristjánsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir fóru í bráðabana um sigurinn. GSÍ Í dag lauk fyrsta móti sumarsins á Íslandsbankamótaröð unglinga í golfi sem fram fór á Þorláksvelli í Þorlákshöfn. Leikið var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum. Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar fagnaði öruggum sigri í piltaflokki, 17-18 ára. Hann lék vel í dag við erfiðar aðstæður, á 71 höggi eða pari vallarins. Hann varð níu höggum betri en Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG og Ragnar Már Garðarsson úr GKG varð þriðji. Mikil spenna var í stúlknaflokki 17-18 ára. Gunnhildur Kristjánsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir, báðar úr GKG, fóru í bráðabana um sigurinn eftir að hafa báðar leikið á 16 höggum yfir pari. Gunnhildur hafði betur og bar því sigur úr býtum. Anna Sólveig Snorradóttir úr GK varð þriðja. Í telpnaflokki, 15-16 ára, vann Ragnhildur Kristinsdóttir öruggan 19 högga sigur og í stelpuflokki 14 ára og lék Ólöf María Einarsdóttir úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík best og vann með 10 höggu mun. Hér að neðan má sjá öll hestu úrslit í mótinu. Verðlaunahafa í telpnaflokki. Lokastaða efstu kylfinga í piltaflokki, 17-18 ára: 1. Aron Snær Júlíusson, GKG 74-71=145 +3 2. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 73-81=154 +12 3. Ragnar Már Garðarsson, GKG 75-81=156 +14Lokastaða efstu kylfinga í stúlknaflokki, 17-18 ára: 1. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG 81-77=158 +16 2. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG 76-82=158 +16 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 82-79=161 +19Lokastaða efstu kylfinga í telpnaflokki, 17-18 ára: 1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 74-75=149 +7 2. Birta Dís Jónsdóttir, GHD 88-80=168 +26 3.-4. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 89-86=175 +33 3.-4. Saga Traustadóttir, GR 82-93=175 +33Lokastaða efstu kylfinga í stelpuflokki, 14 ára og yngri: 1. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 83-87=170 +28 2. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 89-91=180 +38 3. Sóley Edda Karlsdóttir, GR 92-97=189 +47 Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Í dag lauk fyrsta móti sumarsins á Íslandsbankamótaröð unglinga í golfi sem fram fór á Þorláksvelli í Þorlákshöfn. Leikið var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum. Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar fagnaði öruggum sigri í piltaflokki, 17-18 ára. Hann lék vel í dag við erfiðar aðstæður, á 71 höggi eða pari vallarins. Hann varð níu höggum betri en Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG og Ragnar Már Garðarsson úr GKG varð þriðji. Mikil spenna var í stúlknaflokki 17-18 ára. Gunnhildur Kristjánsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir, báðar úr GKG, fóru í bráðabana um sigurinn eftir að hafa báðar leikið á 16 höggum yfir pari. Gunnhildur hafði betur og bar því sigur úr býtum. Anna Sólveig Snorradóttir úr GK varð þriðja. Í telpnaflokki, 15-16 ára, vann Ragnhildur Kristinsdóttir öruggan 19 högga sigur og í stelpuflokki 14 ára og lék Ólöf María Einarsdóttir úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík best og vann með 10 höggu mun. Hér að neðan má sjá öll hestu úrslit í mótinu. Verðlaunahafa í telpnaflokki. Lokastaða efstu kylfinga í piltaflokki, 17-18 ára: 1. Aron Snær Júlíusson, GKG 74-71=145 +3 2. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 73-81=154 +12 3. Ragnar Már Garðarsson, GKG 75-81=156 +14Lokastaða efstu kylfinga í stúlknaflokki, 17-18 ára: 1. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG 81-77=158 +16 2. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG 76-82=158 +16 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 82-79=161 +19Lokastaða efstu kylfinga í telpnaflokki, 17-18 ára: 1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 74-75=149 +7 2. Birta Dís Jónsdóttir, GHD 88-80=168 +26 3.-4. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 89-86=175 +33 3.-4. Saga Traustadóttir, GR 82-93=175 +33Lokastaða efstu kylfinga í stelpuflokki, 14 ára og yngri: 1. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 83-87=170 +28 2. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 89-91=180 +38 3. Sóley Edda Karlsdóttir, GR 92-97=189 +47
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira