Endursöluverð Fisker Karma fellur um helming Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2013 11:15 Rafbílaframleiðandinn Fisker í Kaliforníu er gjaldþrota og slíkt getur haft mikil áhrif endursöluverð þeirra bíla sem Fisker náði að framleiða fyrir gjaldþrot. Fisker framleiddi Karma bílinn, sem þótt hefur einkar fallegur bíll, en dýr var hann líka. Hann kostaði 103.000 dollara, en nú vill enginn borga nema um helming þess verðs fyrir lítið notaða þannig bíla. Einn Fisker Karma var boðinn upp á eBay um daginn og uppboðið var stöðvað því enginn bauð hærra en 45.100 dollara, vel innan við hálfvirði bílsins. Þó er til dæmi um að Karma bíll hafi selst nýlega fyrir tæpa 60.000 dollara á bílasölu. Nýir eigendur eru eðlilega hræddir um að sú þjónusta sem veitt verður við þessa bíla verði af skornum skammti og varahlutir ef til vill ekki til. Finnur Thorlacius Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent
Rafbílaframleiðandinn Fisker í Kaliforníu er gjaldþrota og slíkt getur haft mikil áhrif endursöluverð þeirra bíla sem Fisker náði að framleiða fyrir gjaldþrot. Fisker framleiddi Karma bílinn, sem þótt hefur einkar fallegur bíll, en dýr var hann líka. Hann kostaði 103.000 dollara, en nú vill enginn borga nema um helming þess verðs fyrir lítið notaða þannig bíla. Einn Fisker Karma var boðinn upp á eBay um daginn og uppboðið var stöðvað því enginn bauð hærra en 45.100 dollara, vel innan við hálfvirði bílsins. Þó er til dæmi um að Karma bíll hafi selst nýlega fyrir tæpa 60.000 dollara á bílasölu. Nýir eigendur eru eðlilega hræddir um að sú þjónusta sem veitt verður við þessa bíla verði af skornum skammti og varahlutir ef til vill ekki til. Finnur Thorlacius
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent