Þýskir lúxusbílar mokseljast í Kóreu í stað heimabíla Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2013 13:45 Hyundai Equus Forsvarsmönnum kóresku bílaframleiðendanna Hyundai og Kia er vafalaust ekki skemmt yfir þróuninni á bílamarkaðnum á heimavelli undanfarið. Lækkaðir innflutningstollar á erlendum bílum, frá 8% í 3%, hefur orsakað það að þýsku framleiðendurnir Audi, BMW og Mercedes Benz juku sölu sína allir meira en 25% á fyrsta ársfjórðungi. Var það mikið á kostnað lúxusbíla Hyndai og Kia sem seldust verr fyrir vikið. Ekki eru það betri fréttir fyrir Hyundai og Kia að til stendur að afnema með öllu innflutningstollana og þá verður staða erlendu framleiðandanna enn betri. Verð þýsku bílanna er nú þegar orðið lægra en á heimabílum eins og Hyundai Equus og að sjálfsögðu gleypa kaupendur við því, þar sem þeir eru almennt talið enn vandaðri. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent
Forsvarsmönnum kóresku bílaframleiðendanna Hyundai og Kia er vafalaust ekki skemmt yfir þróuninni á bílamarkaðnum á heimavelli undanfarið. Lækkaðir innflutningstollar á erlendum bílum, frá 8% í 3%, hefur orsakað það að þýsku framleiðendurnir Audi, BMW og Mercedes Benz juku sölu sína allir meira en 25% á fyrsta ársfjórðungi. Var það mikið á kostnað lúxusbíla Hyndai og Kia sem seldust verr fyrir vikið. Ekki eru það betri fréttir fyrir Hyundai og Kia að til stendur að afnema með öllu innflutningstollana og þá verður staða erlendu framleiðandanna enn betri. Verð þýsku bílanna er nú þegar orðið lægra en á heimabílum eins og Hyundai Equus og að sjálfsögðu gleypa kaupendur við því, þar sem þeir eru almennt talið enn vandaðri.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent