Viðskipti erlent

Olíuverðmætin á norska landgrunninu metin á 20.000 milljarða

Skoska greiningarfyrirtækið Wood Mackenzie hefur reiknað það út að verðmæti olíunnar sem fundist hefur á norska landgrunninu undanfarin áratug nemi um 1.000 milljörðum norskra kr. eða ríflega 20.000 milljörðum kr.

Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar segir að á þessu tímabili hafi ein risavaxin olíulind fundist á landgrunninu og tíu lindir sem teljast stórar á alþjóðlegan mælikvarða. Malcolm Dickson greinandi hjá Wood Mackenzie er Barenthafið talið áttunda mest spennandi olíuleitarsvæði í heiminum.

Stöðugt stjórnmálalíf og sterkir innviðir í Noregi gera það að verkum að olíufélög vilja fjárfesta í olíuleit- og vinnslu á norska landgrunninu.

Dickson segir síðan að nokkrir hnökrar séu enn til staðar. Meðal annars hefur fjárfestingarkostnaðurinn við olíuvinnsluna aukist um 12% á ári síðasta áratuginn og það hafa orðið töluverðar tafir á að verkefnum sé hleypt af stokkunum. Að jafnaði seinkar verkefnum um 100 daga frá áætlunum.

Útreikningar Wood Mackenzie sýna að á norska landgrunninu í heild sé parkostnaðurinn við olíuvinnsluna tæplega 71 dollari á tunnuna. Það er þetta er verðið sem gerir það að verkum að viðkomandi olíufélag kemur út á sléttu við olíuvinnsluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×