Viðskipti erlent

Eminem höfðar mál gegn Facebook

Útgáfufélag tónlistarmannsins Eminem hefur höfðað mál gegn Facebook. Félagið segir að Facebook hafi notað laglínur úr laginu Under the influence í auglýsingu á ólöglegan hátt og án leyfis frá Eminem.

Fjallað er um málið í Detroit Free Press. Þar segir að 30 sekúndna auglýsing um Facebook hafi verið sett á netið í byrjun apríl s.l. Margir tóku þá strax eftir því hve tónlistin í auglýsingunni er lík laginu Under the influence. Eftir að það komst í hámæli var skipt um tónlist í auglýsingunni.

Í þingfestingu málsins í dómi í Detroit í upphafi vikunnar kom m.a. fram að auglýsingastofan sem gerði fyrrgreinda auglýsingu hafi tekið vel tillit til tónlistarsmekks Mark Zuckerbergs stofnanda Facebook.

Vitað er að Zuckerberg hefur lengi verið mikill aðdáandi Eminem. Þannig kallaði hann sig „Slim Shady“ á fyrstu netsíðum sínum árið 1999 en Slim Shady er hliðarsjálf Eminem.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×