Engin sumarstopp í verksmiðjum BMW, Benz og Audi Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2013 08:45 Mercedes Benz bílar renna út í Kína og Bandaríkjunum Það er ekki góð sala í Evrópu sem verður til þess að hefðbundnar sumarlokanir verði ekki í verksmiðjum þýsku bílaframleiðendanna BMW, Mercedes Benz og Audi. Það er góð sala bíla þeirra í öðrum heimshlutum sem koma í veg fyrir þær og þá helst í Kína og Bandaríkjunum. Salan í Evrópu heldur áfram að minnka sjötta árið í röð en söluaukningin er mikil á stóru mörkuðunum vestanhafs, í Kína og víðar. Það eru ekki bara verksmiðjur í Þýskalandi sem verða keyrðar á fullu í sumar því verksmiðjur þýsku framleiðendanna má finna um allan heim og þar gildir það sama. Þveröfuga sögu er að segja frá öðrum framleiðendum í Evrópu, hvort sem þeir eiga rætur sínar þar eða framleiðendur eins og Ford og General Motors sem eiga margar verksmiðjur í álfunni. Þar verða jafnvel enn lengri sumarlokanir en vanalega eða búa sig undir endanlega lokun. Söluaukning Mercedes Benz í ár er 6% og 7% í maí og sala BMW og Audi er einnig meiri en í fyrra. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent
Það er ekki góð sala í Evrópu sem verður til þess að hefðbundnar sumarlokanir verði ekki í verksmiðjum þýsku bílaframleiðendanna BMW, Mercedes Benz og Audi. Það er góð sala bíla þeirra í öðrum heimshlutum sem koma í veg fyrir þær og þá helst í Kína og Bandaríkjunum. Salan í Evrópu heldur áfram að minnka sjötta árið í röð en söluaukningin er mikil á stóru mörkuðunum vestanhafs, í Kína og víðar. Það eru ekki bara verksmiðjur í Þýskalandi sem verða keyrðar á fullu í sumar því verksmiðjur þýsku framleiðendanna má finna um allan heim og þar gildir það sama. Þveröfuga sögu er að segja frá öðrum framleiðendum í Evrópu, hvort sem þeir eiga rætur sínar þar eða framleiðendur eins og Ford og General Motors sem eiga margar verksmiðjur í álfunni. Þar verða jafnvel enn lengri sumarlokanir en vanalega eða búa sig undir endanlega lokun. Söluaukning Mercedes Benz í ár er 6% og 7% í maí og sala BMW og Audi er einnig meiri en í fyrra.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent