Þóttist vera tveir menn í samskiptum við tölvuverslun 4. júní 2013 13:28 Allt í allt telur Sigurður Þór að skaði hans sé um sjö hundruð þúsund krónur. "Það virðist kannski ekki mikið, en þetta er lítið fyrirtæki og kemur okkur mjög illa,“ segir Sigurður. „Ég var alltaf varkár,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore á Íslandi en hann er einn af mörgum sem Sigurður Ingi Þórðarson, stundum kallaður Siggi Hakkari, á að hafa svikið fé út úr. Meðal annars á að hann að hafa svikið nokkra iPhone síma út úr fyrirtækinu og fleiri vörur í mars síðastliðnum. Siggi hakkari situr í vikulöngu gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa svikið tíu milljónir út úr fjölmörgum aðilum. Það á hann að hafa gert með því að hafa sölsað undir sig bókaforlag og notast við prókúruumboð félagsins til þess að svíkja fé út úr fyrirtækjum. Sigurður Þór segist alltaf haft grunsemdir gagnvart Sigurði um að ekki væri allt með felldu. Hann segir að Siggi hafi þóst vera tveir menn í samskiptum við sig, annars vegar fyrrverandi eigandi bókaforlagsins, og svo starfsmaður þess. Vegna tortryggni Sigurðar Þórs greiddi Siggi hakkari fyrstu tvo reikningana. Þá fyrst leyfði Sigurður Þór honum að komast í reikningsviðskipti. „Svo fannst mér skrýtið hvað hann keypti,“ segir Sigurður Þór, en að hans sögn á Siggi hakkari að hafa keypt meðal annars fjóra iPhone síma, „og svo keypti hann hljóðkerfi líka,“ bætir hann við. Honum fannst það undarlegt, enda erfitt að sjá hversvegna bókaútgáfa þarf á veglegu hljóðkerfi að halda. Sigurður Þór segir að lögreglan hafi haft samband við sig fyrst í gær. Þá vegna þess að það var búið að framkvæma húsleit heima hjá Sigga hakkara og þar fundust vörur úr verslun Sigurðar Þórs. Allt í allt telur Sigurður Þór að skaði hans sé um sjö hundruð þúsund krónur. „Það virðist kannski ekki mikið, en þetta er lítið fyrirtæki og kemur okkur mjög illa,“ segir Sigurður. Sama tilfinning sækir að honum og svo mörgum sem hafa orðið fyrir barðinu á fjársvikum, „manni finnst þetta klaufalegt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir að nú fái engin fyrirtæki að vera í reikningsviðskiptum nema að vel athuguðu máli, „allavega ekki þessi sem maður kannast ekkert við,“ segir hann að lokum. Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. 4. júní 2013 11:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
„Ég var alltaf varkár,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore á Íslandi en hann er einn af mörgum sem Sigurður Ingi Þórðarson, stundum kallaður Siggi Hakkari, á að hafa svikið fé út úr. Meðal annars á að hann að hafa svikið nokkra iPhone síma út úr fyrirtækinu og fleiri vörur í mars síðastliðnum. Siggi hakkari situr í vikulöngu gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa svikið tíu milljónir út úr fjölmörgum aðilum. Það á hann að hafa gert með því að hafa sölsað undir sig bókaforlag og notast við prókúruumboð félagsins til þess að svíkja fé út úr fyrirtækjum. Sigurður Þór segist alltaf haft grunsemdir gagnvart Sigurði um að ekki væri allt með felldu. Hann segir að Siggi hafi þóst vera tveir menn í samskiptum við sig, annars vegar fyrrverandi eigandi bókaforlagsins, og svo starfsmaður þess. Vegna tortryggni Sigurðar Þórs greiddi Siggi hakkari fyrstu tvo reikningana. Þá fyrst leyfði Sigurður Þór honum að komast í reikningsviðskipti. „Svo fannst mér skrýtið hvað hann keypti,“ segir Sigurður Þór, en að hans sögn á Siggi hakkari að hafa keypt meðal annars fjóra iPhone síma, „og svo keypti hann hljóðkerfi líka,“ bætir hann við. Honum fannst það undarlegt, enda erfitt að sjá hversvegna bókaútgáfa þarf á veglegu hljóðkerfi að halda. Sigurður Þór segir að lögreglan hafi haft samband við sig fyrst í gær. Þá vegna þess að það var búið að framkvæma húsleit heima hjá Sigga hakkara og þar fundust vörur úr verslun Sigurðar Þórs. Allt í allt telur Sigurður Þór að skaði hans sé um sjö hundruð þúsund krónur. „Það virðist kannski ekki mikið, en þetta er lítið fyrirtæki og kemur okkur mjög illa,“ segir Sigurður. Sama tilfinning sækir að honum og svo mörgum sem hafa orðið fyrir barðinu á fjársvikum, „manni finnst þetta klaufalegt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir að nú fái engin fyrirtæki að vera í reikningsviðskiptum nema að vel athuguðu máli, „allavega ekki þessi sem maður kannast ekkert við,“ segir hann að lokum.
Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. 4. júní 2013 11:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. 4. júní 2013 11:36