Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Trausti Hafliðason skrifar 20. júní 2013 07:00 Daníel Þorri bítur hér veiðiuggan af maríulaxinum. Daníel Þorri Haukson, sem er tíu ára gamall veðimaður, veiddi maríulaxinn við opnun Flókadalsár í Borgarfirði í fyrradag. Faðir hans, Haukur Birgisson, veiddi einmitt sinn maríulax í sömu á fyrir fjörutíu árum síðan. Afinn, Birgir Jóhannsson, var einnig með í för. Hann hefur veitt í ánni í hartnær hálfa öld. Laxinn, sem strákurinn veiddi, var fimm punda hrygna og veiddist hann við Steinakvörn. Veiðimaðurinn Ingi Rafn Sigurðsson, hefur opnað Flóku undanfarin sumur. Hann sagði að ástandið í ánni núna minnti á sumarið 2008 en það var metár í ánni. „Í Pokagljúfri var til dæmis krökt af fiski. Þar sáum við lax stökkva á tíu mínútna fresti. Mér sýnist þetta lofa mjög góðu,“ sagði Ingvi Rafn. Stangveiði Mest lesið Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Yfir 500 bleikjur í Norðfjarðará Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Iceland Outfitters taka við sölu á ION í sumar og haust Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Góðar göngur í árnar á Vesturlandi Veiði
Daníel Þorri Haukson, sem er tíu ára gamall veðimaður, veiddi maríulaxinn við opnun Flókadalsár í Borgarfirði í fyrradag. Faðir hans, Haukur Birgisson, veiddi einmitt sinn maríulax í sömu á fyrir fjörutíu árum síðan. Afinn, Birgir Jóhannsson, var einnig með í för. Hann hefur veitt í ánni í hartnær hálfa öld. Laxinn, sem strákurinn veiddi, var fimm punda hrygna og veiddist hann við Steinakvörn. Veiðimaðurinn Ingi Rafn Sigurðsson, hefur opnað Flóku undanfarin sumur. Hann sagði að ástandið í ánni núna minnti á sumarið 2008 en það var metár í ánni. „Í Pokagljúfri var til dæmis krökt af fiski. Þar sáum við lax stökkva á tíu mínútna fresti. Mér sýnist þetta lofa mjög góðu,“ sagði Ingvi Rafn.
Stangveiði Mest lesið Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Yfir 500 bleikjur í Norðfjarðará Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Iceland Outfitters taka við sölu á ION í sumar og haust Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Góðar göngur í árnar á Vesturlandi Veiði