Fólksbíll og jeppi í einum bíl Finnur Thorlacius skrifar 17. júní 2013 15:15 Audi A4 Allroad - reynsluakstur Audi hefur boðið Audi Allroad bíla frá árinu 1999. Fyrsti Allroad bíllinn var örlítið stærri en Audi A6 og byggði að mörgu leiti á þeim bíl. Hann var framleiddur til ársins 2005. Þegar sá bíll var aftur kynntur eftir eins árs hlé, þ.e. árið 2006, var hann alfarið byggður á A6 bílnum en hærri á vegi. Það var síðan árið 2008 sem Audi kynnti Allroad sem byggir á hinum talsvert minni A4 bíl. Allir Allroad bílar eiga það sameiginlegt að vera smíðaðir til að ráða við erfiðara undirlag en venjulegar A6 og A4 gerðir og eru hálfgerðir torfærubílar og allir með hinu ágæta quattro fjórhjóladrifi. Útlitslega standa þessir Allroad bílar út, en þeir eru allir með áberandi brettaköntum, stórum plasthlífum að framan og aftan, standa hærra frá vegi, eru með stórum álplötum neðst að aftan og ýmsum aðrar útlitsbreytingum frá hefðbundnu bílunum. Fyrir vikið eru þessir bílar mjög kraftalegir og mörgum finnst fallegastir af A4 og A6 bílunum. Þeir eru aðeins framleiddir sem langbakar og ekki síst ætlaðir til lengri ferðalaga. Því eru þessir bílar einstaklega Íslandsvænir, enda eru talsvert margir Audi Allroad bílar á götunum, flestir af árgerðunum 2000 til 2005.Frísk vél og stíf fjöðrun Audi A4 Allroad var tekinn til kostanna nýlega, en hér á landi er hann boðinn með 2,0 lítra dísilvél, 177 hestafla. Þessi vél er mjög við hæfi fyrir þennan bíl, hún er mjög öflug og kemur honum í hundraðið á 8,2 sekúndum. Tog hennar er mjög mikið og ávallt nægt. Skrítið er að gefa honum inn og finna hversu ört 7 gíra S-Tronic sjálfskiptingin skiptir upp, en það gerir hún vegna þess hve miklu togi vélin nær á lágum snúningi, mest á milli 1.750 og 2.500 snúninga. Því fer hún aldrei uppá neinn yfirsnúning og hröðunin verður fyrir vikið yfirveguð og hljóðlát. Bílinn má einnig fá með 3,0 lítra dísilvél, 245 hestafla og 7 gíra DSG sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Sá bíll er alger raketta og er orðinn hálfgerður sportbíll í leiðinni. Eyðsla tveggja lítra dísilvélarinnar er einn af stórum kostum þessa bíls, eða 6,0 lítrar í blönduðum akstri. Það kemur kannski ekki á óvart þar sem þessi vél er almennt álitin ein besta dísilvél sem framleidd hefur verið í heiminum og finnst í nokkrum útgáfum í hinum ýmsu gerðum bíla Volkswagen fjölskyldunnar.Eiginleikar fólksbíls og jeppa í einu Ökumaður situr hátt í bílnum, útsýni er gott en það kunna margir að meta líkt og í jepplingum. Veghæðin er 18 sentimetrar, örlítið lægri en í flestum jepplingum Talandi um jepplinga, þá eru Allroad bílarnir hálfgerðir jepplingar en hafa þann kost að auki að vera með fólksbílaeiginleika þegar kemur að akstri. Þetta kemur berlega í ljós við akstur A4 Allroad. Hann liggur ekki alveg eins vel og hefðbundnir A4 og A6 bílar og hallar örlítið meira í beygjum. Fjöðrunin er öll nokkuð stífari og hastari og því er aksturinn ekki alveg eins ljúfur og í þeim frábæru aksturbílum. Þessi uppsetning Allrod er samt einkar skiljanleg þar sem hann stendur hærra og á að geta glímt við erfiðara undirlag og vera fær að takast á við vegleysur. Tilfinnig fyrir vegi er líka ekki eins beintengd ökumanni eins og í hreinræktuðu fólksbílunum, en hún vekur samt mikla öryggiskennd og er ekta Audi. Slaglengd fjöðrunarinnar er lengri en í venjulegum A4 og hún étur betur upp ójöfnur og þar koma kostir Allroad sannarlega í ljós.Kaupendur Allroad verða háðir Það hefur einkennt Allroad bílana gegnum tíðina að þeir eru einstaklega vel búnir og koma í staðalgerð með margt sem betur útbúnar fólksbílagerðir A4 og A6 státa af. Innréttingin í bílnum er gríðarlega fáguð, alveg í takt við aðra Audi bíla en gengur e.t.v. örlítið lengra vegna góðs útbúnaðar hans. Leðurklædd sætin eru bæði hrikalega flott og góð og í lengri prufuakstri fóru þau vel með ökumann og farþega. Vel fer um aftursætisfarþega og rými gott afturí. Einn af stórum kostum Audi A4 Allroad er síðan ríflegt skottrými bílsins. Þar gleypir hann mikinn farangur og ef aftursætin eru lögð niður, heil ósköp. Gólfið verður þó ekki marflatt með sætin niðri og telst það ókostur. A4 Allroad kemur með 10 hátalara hljóðkerfi, þriggja svæða hitastýrðir miðstöð, rafstillt framsæti með minni, regnskynjara að framan og aftan, þakboga og þeir koma á 17 tommu flottum álfelgum. Margt annað góðgæti fylgir þessari útgáfu bílsins og því fær kaupandi hans margt aukalega sem hefði þurft að sérpanta fyrir talsvert fé í grunngerð A4. Einhvernveginn kemur það ekki á óvart að mest tryggð kaupenda Audi bíla er mest við Allroad bíla þeirra og kaupendurnir því einkar ánægðir með þá. Þeir sem kaupa Allroad kaupa aftur nýrri Allroad. Það er margt leiðinlegra en verða háður gæðabílum eins og Audi Allroad.Kostir: Fallegur útlits, vel útbúinn, mikið notagildiÓkostir: Stíf fjöðrun, takmarkað val á vélarkostum 2,0 fjögurra strokka dísil, 177 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 6,0 l./100 km í bl. akstriMengun: 156 g/km CO2Hröðun: 8,1 sek.Hámarkshraði: 215 km/klstVerð: Frá 8.890.000 kr.Umboð: Hekla Innréttingin er stílhrein og heillandi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent
Audi A4 Allroad - reynsluakstur Audi hefur boðið Audi Allroad bíla frá árinu 1999. Fyrsti Allroad bíllinn var örlítið stærri en Audi A6 og byggði að mörgu leiti á þeim bíl. Hann var framleiddur til ársins 2005. Þegar sá bíll var aftur kynntur eftir eins árs hlé, þ.e. árið 2006, var hann alfarið byggður á A6 bílnum en hærri á vegi. Það var síðan árið 2008 sem Audi kynnti Allroad sem byggir á hinum talsvert minni A4 bíl. Allir Allroad bílar eiga það sameiginlegt að vera smíðaðir til að ráða við erfiðara undirlag en venjulegar A6 og A4 gerðir og eru hálfgerðir torfærubílar og allir með hinu ágæta quattro fjórhjóladrifi. Útlitslega standa þessir Allroad bílar út, en þeir eru allir með áberandi brettaköntum, stórum plasthlífum að framan og aftan, standa hærra frá vegi, eru með stórum álplötum neðst að aftan og ýmsum aðrar útlitsbreytingum frá hefðbundnu bílunum. Fyrir vikið eru þessir bílar mjög kraftalegir og mörgum finnst fallegastir af A4 og A6 bílunum. Þeir eru aðeins framleiddir sem langbakar og ekki síst ætlaðir til lengri ferðalaga. Því eru þessir bílar einstaklega Íslandsvænir, enda eru talsvert margir Audi Allroad bílar á götunum, flestir af árgerðunum 2000 til 2005.Frísk vél og stíf fjöðrun Audi A4 Allroad var tekinn til kostanna nýlega, en hér á landi er hann boðinn með 2,0 lítra dísilvél, 177 hestafla. Þessi vél er mjög við hæfi fyrir þennan bíl, hún er mjög öflug og kemur honum í hundraðið á 8,2 sekúndum. Tog hennar er mjög mikið og ávallt nægt. Skrítið er að gefa honum inn og finna hversu ört 7 gíra S-Tronic sjálfskiptingin skiptir upp, en það gerir hún vegna þess hve miklu togi vélin nær á lágum snúningi, mest á milli 1.750 og 2.500 snúninga. Því fer hún aldrei uppá neinn yfirsnúning og hröðunin verður fyrir vikið yfirveguð og hljóðlát. Bílinn má einnig fá með 3,0 lítra dísilvél, 245 hestafla og 7 gíra DSG sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Sá bíll er alger raketta og er orðinn hálfgerður sportbíll í leiðinni. Eyðsla tveggja lítra dísilvélarinnar er einn af stórum kostum þessa bíls, eða 6,0 lítrar í blönduðum akstri. Það kemur kannski ekki á óvart þar sem þessi vél er almennt álitin ein besta dísilvél sem framleidd hefur verið í heiminum og finnst í nokkrum útgáfum í hinum ýmsu gerðum bíla Volkswagen fjölskyldunnar.Eiginleikar fólksbíls og jeppa í einu Ökumaður situr hátt í bílnum, útsýni er gott en það kunna margir að meta líkt og í jepplingum. Veghæðin er 18 sentimetrar, örlítið lægri en í flestum jepplingum Talandi um jepplinga, þá eru Allroad bílarnir hálfgerðir jepplingar en hafa þann kost að auki að vera með fólksbílaeiginleika þegar kemur að akstri. Þetta kemur berlega í ljós við akstur A4 Allroad. Hann liggur ekki alveg eins vel og hefðbundnir A4 og A6 bílar og hallar örlítið meira í beygjum. Fjöðrunin er öll nokkuð stífari og hastari og því er aksturinn ekki alveg eins ljúfur og í þeim frábæru aksturbílum. Þessi uppsetning Allrod er samt einkar skiljanleg þar sem hann stendur hærra og á að geta glímt við erfiðara undirlag og vera fær að takast á við vegleysur. Tilfinnig fyrir vegi er líka ekki eins beintengd ökumanni eins og í hreinræktuðu fólksbílunum, en hún vekur samt mikla öryggiskennd og er ekta Audi. Slaglengd fjöðrunarinnar er lengri en í venjulegum A4 og hún étur betur upp ójöfnur og þar koma kostir Allroad sannarlega í ljós.Kaupendur Allroad verða háðir Það hefur einkennt Allroad bílana gegnum tíðina að þeir eru einstaklega vel búnir og koma í staðalgerð með margt sem betur útbúnar fólksbílagerðir A4 og A6 státa af. Innréttingin í bílnum er gríðarlega fáguð, alveg í takt við aðra Audi bíla en gengur e.t.v. örlítið lengra vegna góðs útbúnaðar hans. Leðurklædd sætin eru bæði hrikalega flott og góð og í lengri prufuakstri fóru þau vel með ökumann og farþega. Vel fer um aftursætisfarþega og rými gott afturí. Einn af stórum kostum Audi A4 Allroad er síðan ríflegt skottrými bílsins. Þar gleypir hann mikinn farangur og ef aftursætin eru lögð niður, heil ósköp. Gólfið verður þó ekki marflatt með sætin niðri og telst það ókostur. A4 Allroad kemur með 10 hátalara hljóðkerfi, þriggja svæða hitastýrðir miðstöð, rafstillt framsæti með minni, regnskynjara að framan og aftan, þakboga og þeir koma á 17 tommu flottum álfelgum. Margt annað góðgæti fylgir þessari útgáfu bílsins og því fær kaupandi hans margt aukalega sem hefði þurft að sérpanta fyrir talsvert fé í grunngerð A4. Einhvernveginn kemur það ekki á óvart að mest tryggð kaupenda Audi bíla er mest við Allroad bíla þeirra og kaupendurnir því einkar ánægðir með þá. Þeir sem kaupa Allroad kaupa aftur nýrri Allroad. Það er margt leiðinlegra en verða háður gæðabílum eins og Audi Allroad.Kostir: Fallegur útlits, vel útbúinn, mikið notagildiÓkostir: Stíf fjöðrun, takmarkað val á vélarkostum 2,0 fjögurra strokka dísil, 177 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 6,0 l./100 km í bl. akstriMengun: 156 g/km CO2Hröðun: 8,1 sek.Hámarkshraði: 215 km/klstVerð: Frá 8.890.000 kr.Umboð: Hekla Innréttingin er stílhrein og heillandi
Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent