Tíu tækninýjungar sem breyta munu bílum Finnur Thorlacius skrifar 17. júní 2013 13:30 Rafmagnsbílarnir i3 og i8 frá BMW Við smíði bíla nútímans er sífellt leitað tækninýjunga sem bæta eiginleika þeirra, gera rekstur þeirra hagkvæmari, öruggari, þægilegri, minnka líkur á bilunum og gera þá umhverfisvænni. En hvaða tækninýjungar eru líklegastar til að hafa mestu áhrifin á næstunni? Bílavefurinn Jalopnik telur að þessar tækninýjungar gætu einmitt verið þær. 1. Nýir orkugjafar Rafmagn, metan, vetni, háþrýstiloft og ef til vill fleiri orkgjafar fyrir bíla munu breyta heiminum og ekki er jarðefnaorkan ótæmandi. Breyting orkugjafa er líkleg til að verða sú mest afgerandi á næstu árum, ekki síst hvað varðar umhverfisþáttinn og heilsu okkar allra. 2. Sjálfakandi bílar Það væri ekki ónýtt að geta unnið í aftursætinu með þráðlausa nettengingu og láta bílinn sjálfan um að aka sér á áfangastað. Þessi tækni er þegar til staðar og öryggi farþega ætti að vera meira en ef ökumaður sæi um aksturinn sjálfur með öllum þeim öryggisbúnaði sem er í þessum bílum. Er tímasparandi og eykur öryggi. 3. Vélar án sveifarása Bíliðnaðurinn er nánast á byrjunarreit þarna en búið er að sannreyna að vélar geta án þeirra verið og af því hlýst mikill árangur. Þær léttast, eyða minna, menga minna og fækkar íhlutum sem bilað geta. Frumkvöðull þessarar tækni en hinn sænski ofurbílaframleiðandi Königsegg. 4. Notkun koltrefja Notkun koltrefja hefur stóraukist á undanförnum árum en mun áfram vaxa mjög. Koltrefjar létta bíla afar mikið en styrkja þá í leiðinni. Vandinn er fólginn í háu verði efnisins, en það á eftir að lækka. Er mikið notað í dýra bíla en mun teygja sig neðar í verðflokkum þeirra. 5. Aðlögunarhæf fjöðrun Þessi tækni má nú þegar fá í margar gerðir bíla en kostar skildinginn. Fjöðrunarbúnaður bílsins lagar sig að undirlaginu og breytir hegðun bílsins og gerir hann hæfari til akstur og bíllinn ver sig betur fyrir vikið. Þessi búnaður mun lækka í verð og teygja sig í fleiri bílgerðir. 6. Kasthjól Þessi tækni (KERS) er í mörgum keppnisbílum og er skyld Hybrid tækni að því leiti að orkan sem knýr kasthjólið kemur frá hreyfiorku bílsins sem uppruna sinn á í vélinni. Kasthjólið snýst á allt að 65.000 snúninga hraða á mínútu og þegar afl þess er nýtt skilar það feykimiklu togi. Þessi tækni minnkar eyðslu bíla og skilar mikilli aflaukningu, oftast á skömmum tíma. 7. Nýting vélarhita Bílvélar búa til mikinn hita sem í þeim flestum fer forgörðum. Með því að nýta þann hita betur til að drífa fleira en miðstöðvar bílanna má spara mikla orku, spara eldsneyti og vera umhverfisvænni í leiðinni. Auðveldast er að gera það gegnum pústkerfi bílanna. 8. Vélarsnúningur sem stjórnast af gírvali Sumir vilja meina að beinskiptingar séu á hröðu undanhaldi fyrir sjálfskiptingum. En með búnaði eins og er í 2014 árgerð Chevrolet Corvette Stingray og hefur áhrif á snúning vélarinnar með tilliti til þess gírs sem valinn er minnkar eyðslan og hámarksafl fæst úr vélinni hverju sinni. 9. Mælaborðið á framrúðuna Fá má margar dýrari gerðir bíla með þessari tækni þar sem helstu upplýsingar úr mælaborði bíla er varpað á framrúðuna og ökumenn þurfa ekki að taka augun af veginum. Þessi tækni kemur frá orustuþotum. Hún eykur mjög öryggi og verður sífellt algengari og ódýrari í bílum. 10. Sólarsellur Notkun sólarsella er mikil hjá húseigendum í Evrópu sem víðar og rafmagnsbílaframleiðandinn Fisker er með sólarsellur á þakinu sem hlaða rafgeyma bílsins. Sólarsellur er góð aðferð til að spara eldsneyti bíla og í sólríkari löndum hentugar til að sjá fyrir megninu af þeirri hleðslu sem rafgeymar bíla krefjast. Sparar eldsneyti og er umhverfisvænt. Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent
Við smíði bíla nútímans er sífellt leitað tækninýjunga sem bæta eiginleika þeirra, gera rekstur þeirra hagkvæmari, öruggari, þægilegri, minnka líkur á bilunum og gera þá umhverfisvænni. En hvaða tækninýjungar eru líklegastar til að hafa mestu áhrifin á næstunni? Bílavefurinn Jalopnik telur að þessar tækninýjungar gætu einmitt verið þær. 1. Nýir orkugjafar Rafmagn, metan, vetni, háþrýstiloft og ef til vill fleiri orkgjafar fyrir bíla munu breyta heiminum og ekki er jarðefnaorkan ótæmandi. Breyting orkugjafa er líkleg til að verða sú mest afgerandi á næstu árum, ekki síst hvað varðar umhverfisþáttinn og heilsu okkar allra. 2. Sjálfakandi bílar Það væri ekki ónýtt að geta unnið í aftursætinu með þráðlausa nettengingu og láta bílinn sjálfan um að aka sér á áfangastað. Þessi tækni er þegar til staðar og öryggi farþega ætti að vera meira en ef ökumaður sæi um aksturinn sjálfur með öllum þeim öryggisbúnaði sem er í þessum bílum. Er tímasparandi og eykur öryggi. 3. Vélar án sveifarása Bíliðnaðurinn er nánast á byrjunarreit þarna en búið er að sannreyna að vélar geta án þeirra verið og af því hlýst mikill árangur. Þær léttast, eyða minna, menga minna og fækkar íhlutum sem bilað geta. Frumkvöðull þessarar tækni en hinn sænski ofurbílaframleiðandi Königsegg. 4. Notkun koltrefja Notkun koltrefja hefur stóraukist á undanförnum árum en mun áfram vaxa mjög. Koltrefjar létta bíla afar mikið en styrkja þá í leiðinni. Vandinn er fólginn í háu verði efnisins, en það á eftir að lækka. Er mikið notað í dýra bíla en mun teygja sig neðar í verðflokkum þeirra. 5. Aðlögunarhæf fjöðrun Þessi tækni má nú þegar fá í margar gerðir bíla en kostar skildinginn. Fjöðrunarbúnaður bílsins lagar sig að undirlaginu og breytir hegðun bílsins og gerir hann hæfari til akstur og bíllinn ver sig betur fyrir vikið. Þessi búnaður mun lækka í verð og teygja sig í fleiri bílgerðir. 6. Kasthjól Þessi tækni (KERS) er í mörgum keppnisbílum og er skyld Hybrid tækni að því leiti að orkan sem knýr kasthjólið kemur frá hreyfiorku bílsins sem uppruna sinn á í vélinni. Kasthjólið snýst á allt að 65.000 snúninga hraða á mínútu og þegar afl þess er nýtt skilar það feykimiklu togi. Þessi tækni minnkar eyðslu bíla og skilar mikilli aflaukningu, oftast á skömmum tíma. 7. Nýting vélarhita Bílvélar búa til mikinn hita sem í þeim flestum fer forgörðum. Með því að nýta þann hita betur til að drífa fleira en miðstöðvar bílanna má spara mikla orku, spara eldsneyti og vera umhverfisvænni í leiðinni. Auðveldast er að gera það gegnum pústkerfi bílanna. 8. Vélarsnúningur sem stjórnast af gírvali Sumir vilja meina að beinskiptingar séu á hröðu undanhaldi fyrir sjálfskiptingum. En með búnaði eins og er í 2014 árgerð Chevrolet Corvette Stingray og hefur áhrif á snúning vélarinnar með tilliti til þess gírs sem valinn er minnkar eyðslan og hámarksafl fæst úr vélinni hverju sinni. 9. Mælaborðið á framrúðuna Fá má margar dýrari gerðir bíla með þessari tækni þar sem helstu upplýsingar úr mælaborði bíla er varpað á framrúðuna og ökumenn þurfa ekki að taka augun af veginum. Þessi tækni kemur frá orustuþotum. Hún eykur mjög öryggi og verður sífellt algengari og ódýrari í bílum. 10. Sólarsellur Notkun sólarsella er mikil hjá húseigendum í Evrópu sem víðar og rafmagnsbílaframleiðandinn Fisker er með sólarsellur á þakinu sem hlaða rafgeyma bílsins. Sólarsellur er góð aðferð til að spara eldsneyti bíla og í sólríkari löndum hentugar til að sjá fyrir megninu af þeirri hleðslu sem rafgeymar bíla krefjast. Sparar eldsneyti og er umhverfisvænt.
Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent