Fjórtán ástæður til að líka við Alfa Romeo 4C Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2013 08:45 Sportbíllinn Alfa Romeo 4C Nú styttist í sölu sportbílsins Alfa Romeo 4C og mörgum líkar við það sem Alfa Romeo hefur gefið upp um bílinn. Framleiðslan hófst í verksmiðjum Maserati í síðasta mánuði og meiningin er að framleiða 2.500 eintök af honum á ári. Hér eru 14 ástæður til að hlakka til útkomu hans. 1. Bíllinn vegur aðeins 895 kíló. Hinn örsmái Lotus Elise vegur meira, þ.e. 901 kíló. 2. Koltrefjayfirbygging bílsins vegur 65 kíló og getur ekki ryðgað, en þar sem hann er ítalskur finnur hann örugglega leiðir til þess! 3. Ólíkt Lotus Elise hefur 4C óvænt þægindi eins og "innanrými". 4. Hlutfall vigtar per hestafl í 4C er 4 kíló, en t.d. Smart ForTwo er með 16 kíló per hestafl. 5. Alfa Romeo 4C er 4,5 sekúndur í hundraðið, tíunda hluta sekúndu hraðari en Porsche Cayman S sem skartar 88 fleiri hestöflum. 6. Alfa Romeo 4C er smíðaður í verksmiðjum Maserati, svo hér er kominn Meserati með Alfa Romeo merki. 7. Alfa Romeo 4C er 10 sentimetrum styttri en 1990 árgerð Honda Civic 8. Alfa fullyrðir að fyrirtækið sé það eina í heiminum sem sé fært að smíða 1.000 koltrefjayfirbyggingar á ári, sem væri satt ef þær væru ekki smíðaðar af samstarfsfyrirtækinu Adler Plastic. 9. Bremsudiskarnir eru að hluta gerðir úr áli sem léttir þá um 2 kíló. Samfnast þegar saman kemur! 10. Yfirbyggingin er að stórum hluta ekki gerður úr koltrefjum heldur trefjaplastblöndu sem er léttari en ál. 11. Stuðararnir og brettin eru gerð úr polyurethane-efni, sem er vonandi ekki sama efni og kynlífsdúkkur eru gerðar úr! 12. Allt gler í bílnum er þynnra en gengur og gerist í bílum og er 15% léttara. Framrúðan er aðeins 4 mm á þykkt. 13. Vélin er úr áli, 1,75 lítra og forþjöppudrifin og skilar 237 hestöflum. Bein innspýting og breytileg ventlaopnun hjálpar til. 14. Vélin hljómar eins og fallegasta sinfónía, en mun aðeins eyða 6,8 lítrum í blönduðum akstri. 15. Alfa Romeo gerir ráð fyrir að verð bílsins verði um 6,4 milljónir í Evrópu, 16% ódýrari en Porsche Caymann S. Smiði bílsins fer fram í verksmiðjum Maserati Líka flottur að innan Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent
Nú styttist í sölu sportbílsins Alfa Romeo 4C og mörgum líkar við það sem Alfa Romeo hefur gefið upp um bílinn. Framleiðslan hófst í verksmiðjum Maserati í síðasta mánuði og meiningin er að framleiða 2.500 eintök af honum á ári. Hér eru 14 ástæður til að hlakka til útkomu hans. 1. Bíllinn vegur aðeins 895 kíló. Hinn örsmái Lotus Elise vegur meira, þ.e. 901 kíló. 2. Koltrefjayfirbygging bílsins vegur 65 kíló og getur ekki ryðgað, en þar sem hann er ítalskur finnur hann örugglega leiðir til þess! 3. Ólíkt Lotus Elise hefur 4C óvænt þægindi eins og "innanrými". 4. Hlutfall vigtar per hestafl í 4C er 4 kíló, en t.d. Smart ForTwo er með 16 kíló per hestafl. 5. Alfa Romeo 4C er 4,5 sekúndur í hundraðið, tíunda hluta sekúndu hraðari en Porsche Cayman S sem skartar 88 fleiri hestöflum. 6. Alfa Romeo 4C er smíðaður í verksmiðjum Maserati, svo hér er kominn Meserati með Alfa Romeo merki. 7. Alfa Romeo 4C er 10 sentimetrum styttri en 1990 árgerð Honda Civic 8. Alfa fullyrðir að fyrirtækið sé það eina í heiminum sem sé fært að smíða 1.000 koltrefjayfirbyggingar á ári, sem væri satt ef þær væru ekki smíðaðar af samstarfsfyrirtækinu Adler Plastic. 9. Bremsudiskarnir eru að hluta gerðir úr áli sem léttir þá um 2 kíló. Samfnast þegar saman kemur! 10. Yfirbyggingin er að stórum hluta ekki gerður úr koltrefjum heldur trefjaplastblöndu sem er léttari en ál. 11. Stuðararnir og brettin eru gerð úr polyurethane-efni, sem er vonandi ekki sama efni og kynlífsdúkkur eru gerðar úr! 12. Allt gler í bílnum er þynnra en gengur og gerist í bílum og er 15% léttara. Framrúðan er aðeins 4 mm á þykkt. 13. Vélin er úr áli, 1,75 lítra og forþjöppudrifin og skilar 237 hestöflum. Bein innspýting og breytileg ventlaopnun hjálpar til. 14. Vélin hljómar eins og fallegasta sinfónía, en mun aðeins eyða 6,8 lítrum í blönduðum akstri. 15. Alfa Romeo gerir ráð fyrir að verð bílsins verði um 6,4 milljónir í Evrópu, 16% ódýrari en Porsche Caymann S. Smiði bílsins fer fram í verksmiðjum Maserati Líka flottur að innan
Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent