Arnold og Sly flýja úr fangelsi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. júní 2013 15:47 Veggspjald myndarinnar kitlar hasarhunda um víða veröld. Kvikmyndin Escape Plan er væntanleg í kvikmyndahús næsta haust, en stórstjörnurnar Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger leiða þar saman hesta sína í þriðja sinn. Þetta verður þó í fyrsta sinn þar sem þessi þroskuðu vöðvatröll eru saman í aðalhlutverkum, en þátttaka Schwarzenegger í Expendables-myndunum tveimur var af skornum skammti. Í Escape Plan, sem upphaflega átti að heita The Tomb, leikur Stallone Ray Breslin, verkfræðing sem er dæmdur fyrir glæp sem hann framdi ekki, og látinn afplána í fangelsi sem hann sjálfur hannaði. Schwarzenegger fer með hlutverk samfanga hans, Emils Rottmayer, og saman hyggja þeir á flótta úr fangelsinu. Í öðrum hlutverkum eru Jim Caviezel, Vinnie Jones, Amy Ryan, Vincent D'Onofrio, 50 Cent og Sam Neill. Það er hinn sænski Mikael Håfström sem leikstýrir og áætlaður frumsýningardagur er 18. október. Arnold og Sly hafa engu gleymt þrátt fyrir að vera báðir komnir vel á sjötugsaldurinn. Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Escape Plan er væntanleg í kvikmyndahús næsta haust, en stórstjörnurnar Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger leiða þar saman hesta sína í þriðja sinn. Þetta verður þó í fyrsta sinn þar sem þessi þroskuðu vöðvatröll eru saman í aðalhlutverkum, en þátttaka Schwarzenegger í Expendables-myndunum tveimur var af skornum skammti. Í Escape Plan, sem upphaflega átti að heita The Tomb, leikur Stallone Ray Breslin, verkfræðing sem er dæmdur fyrir glæp sem hann framdi ekki, og látinn afplána í fangelsi sem hann sjálfur hannaði. Schwarzenegger fer með hlutverk samfanga hans, Emils Rottmayer, og saman hyggja þeir á flótta úr fangelsinu. Í öðrum hlutverkum eru Jim Caviezel, Vinnie Jones, Amy Ryan, Vincent D'Onofrio, 50 Cent og Sam Neill. Það er hinn sænski Mikael Håfström sem leikstýrir og áætlaður frumsýningardagur er 18. október. Arnold og Sly hafa engu gleymt þrátt fyrir að vera báðir komnir vel á sjötugsaldurinn.
Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira