Tökur myndarinnar hefjast í upphafi næsta árs og þegar hefur verið tilkynnt að hin 56 ára gamla Fisher og hinn 61 árs gamli Hamill snúi aftur í hlutverkum sínum, sem og hinn sjötugi Harrison Ford.
„Mark og Carrie þurfa að vera eins lík sjálfum sér fyrir þrjátíu árum og mögulegt er,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni. Eru fyrirtækin Disney og LucasFilm sögð setja umtalsverða fjármuni í næringarfræðinga og einkaþjálfara fyrir leikarana, en þeir fara sem fyrr með hlutverk Loga geimgengils og Lilju prinsessu.
Harrison Ford hefur ekki verið sendur í sérstaka þjálfun og segir kvikmyndavefur Yahoo! að um ástæður þess sé ekki vitað. Annað hvort þurfi þess ekki eða þá að Disney hafi ekki fundið neinn nægilega hugrakkann til þess að takast á við hinn skapmikla Ford.
