Fór á fótboltaleik og lenti í brúðkaupi Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2013 10:30 Hvar í heiminum er mögulegt að fara á fjörugan fótboltaleik og í hálfleik dúkka upp brúðhjón sem láta gefa sig saman á miðju vallarins. Jú, í bílaborginni Detroit. Þetta upplifðu einmitt þeir 2.000 áhorfendur sem sáu háskólaleik þar um daginn. Brúðguminn var í skotapilsi og brúðurin í hvítum kjól yfir skotapilsi. Eftir að fyrri hálfleik lauk fór allt í einu að hljóma "lets get married" frá hluta áhorfenda og síðan hófst athöfnin við mikinn fögnuð allra áhorfenda. Brúðhjónin eru forfallnir aðdáendur knattspyrnuliðsins sem lék og fannst þessi staður því einkar viðeigandi. Í myndskeiðinu að ofan sést brúðkaupið, en myndgæðin eru ekki mikil og fjarlægðin nokkur. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent
Hvar í heiminum er mögulegt að fara á fjörugan fótboltaleik og í hálfleik dúkka upp brúðhjón sem láta gefa sig saman á miðju vallarins. Jú, í bílaborginni Detroit. Þetta upplifðu einmitt þeir 2.000 áhorfendur sem sáu háskólaleik þar um daginn. Brúðguminn var í skotapilsi og brúðurin í hvítum kjól yfir skotapilsi. Eftir að fyrri hálfleik lauk fór allt í einu að hljóma "lets get married" frá hluta áhorfenda og síðan hófst athöfnin við mikinn fögnuð allra áhorfenda. Brúðhjónin eru forfallnir aðdáendur knattspyrnuliðsins sem lék og fannst þessi staður því einkar viðeigandi. Í myndskeiðinu að ofan sést brúðkaupið, en myndgæðin eru ekki mikil og fjarlægðin nokkur.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent