Nýr lítill Lexus jepplingur Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2013 11:53 Lekið hafa út myndir af nýjum bíl frá Lexus, lúxusbílaarmi Toyota. Við fyrstu sýn gæti þessi bíll verið næsta kynslóð Lexus CT 200h, en ef betur er að gáð sést að hann er hærri frá vegi og á stærri dekkjum svo þarna er kominn nýr bíll sem teygir sig í átt að jepplingum. Rýmar það ágætlega við þá staðreynd að Lexus hefur nú þegar skráð einkaleyfi fyrir heitunum NX 200t og NX 300h. Mun þessi nýi bíll því líklega bera þau nöfn, en NX 200t verður að vonum búinn 2,0 lítra túrbínuvél og NX 300h fær vafalaust 2,5 lítra vélina og Hybrid tækni sem finna má í ES 300h bílnum. Heimildir herma að þessi nýi bíll verði fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári og hann gæti einnig dúkkað upp á bílasýningunni í Tokyo. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent
Lekið hafa út myndir af nýjum bíl frá Lexus, lúxusbílaarmi Toyota. Við fyrstu sýn gæti þessi bíll verið næsta kynslóð Lexus CT 200h, en ef betur er að gáð sést að hann er hærri frá vegi og á stærri dekkjum svo þarna er kominn nýr bíll sem teygir sig í átt að jepplingum. Rýmar það ágætlega við þá staðreynd að Lexus hefur nú þegar skráð einkaleyfi fyrir heitunum NX 200t og NX 300h. Mun þessi nýi bíll því líklega bera þau nöfn, en NX 200t verður að vonum búinn 2,0 lítra túrbínuvél og NX 300h fær vafalaust 2,5 lítra vélina og Hybrid tækni sem finna má í ES 300h bílnum. Heimildir herma að þessi nýi bíll verði fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári og hann gæti einnig dúkkað upp á bílasýningunni í Tokyo.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent