Konur oft ofrukkaðar á bílaverkstæðum Finnur Thorlacius skrifar 21. júní 2013 10:45 Maðkur í mysunni hjá bílaverkstæðum vestanhafs Sjónvarpsstöðin ABC í Bandaríkjunum er með þátt í dagskrá sinni sem heitir "The Lookout" og þar fara fréttamenn leynilega ofan í saumana á ýmsum málum og hafa oftsinnis stungið á kýlum. Fréttamenn ABC flettu nýlega ofan af nokkrum bílaverkstæðum sem staðin voru að því að ofrukka konur fyrir bílaviðgerðir. Þeir lugu til um galla sem ekki voru til staðar og jafnvel urðu valdar af bilunum sem þeir síðan gerðu við, ef viðskiptavinirnir voru kvenkyns. Átti þetta bæði við um bílaverkstæði sem tilheyrðu stórum keðjum bílaverkstæða, sem og stakra verkstæða. Þessi niðurstaða ABC staðfestir nýlega rannsókn Northwest University Kellogg School of Management og AutoMD sem komust höfðu að því að mjög misjöfn verðlagning var á ákveðnum bílaviðgerðum. Ennfremur komust þessir aðilar að því að eftir því sem viðskiptavinir vissu minna um bíla þeim mun hærri urðu reikningarnir. Kom þetta að vonum verst niður á konum. Þeir sem hinsvegar höfðu greinilega mikið vit á bílum og bilunum þeim sem þeir stóðu frammi fyrir fengu mun lægri reikninga fyrir viðgerðunum. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent
Sjónvarpsstöðin ABC í Bandaríkjunum er með þátt í dagskrá sinni sem heitir "The Lookout" og þar fara fréttamenn leynilega ofan í saumana á ýmsum málum og hafa oftsinnis stungið á kýlum. Fréttamenn ABC flettu nýlega ofan af nokkrum bílaverkstæðum sem staðin voru að því að ofrukka konur fyrir bílaviðgerðir. Þeir lugu til um galla sem ekki voru til staðar og jafnvel urðu valdar af bilunum sem þeir síðan gerðu við, ef viðskiptavinirnir voru kvenkyns. Átti þetta bæði við um bílaverkstæði sem tilheyrðu stórum keðjum bílaverkstæða, sem og stakra verkstæða. Þessi niðurstaða ABC staðfestir nýlega rannsókn Northwest University Kellogg School of Management og AutoMD sem komust höfðu að því að mjög misjöfn verðlagning var á ákveðnum bílaviðgerðum. Ennfremur komust þessir aðilar að því að eftir því sem viðskiptavinir vissu minna um bíla þeim mun hærri urðu reikningarnir. Kom þetta að vonum verst niður á konum. Þeir sem hinsvegar höfðu greinilega mikið vit á bílum og bilunum þeim sem þeir stóðu frammi fyrir fengu mun lægri reikninga fyrir viðgerðunum.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent