Golf

Tiger hvílir fram að Opna breska

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Tiger Woods er að glíma við meiðsli í olnboga og ætlar því að hvíla sig fram að Opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram um miðjan næsta mánuð.

Woods náði sér ekki strik á Opna bandaríska í síðustu viku og endaði tólf höggum á eftir sigurvegaranum Justin Rose. Hann var þá í vandræðum með olnbogann.

„Ég var skoðaður eftir að ég kom heim og fékk þá greiningu að ég væri tognaður. Ég þarf því að hvíla mig næstu vikurnar og fá meðhöndlun. En ég verð tilbúinn fyrir Opna breska og hlakka til að spila á Muirfield.“

Tiger ætlaði að keppa á móti í Maryland í lok mánaðarins en ekkert verður af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×