Eru báðir miklir slaufumenn Hanna Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2013 08:00 Guðjón Ólafsson og Pétur Haukur Loftsson hanna og sauma þverslaufur. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson „Við erum báðir miklir slaufumenn. Okkur fannst vanta flottar, ódýrar slaufur og ákváðum bara að fara að framleiða þær sjálfir,“ segir Pétur Haukur Loftsson, sem ásamt félaga sínum Guðjóni Ólafssyni hóf að hanna og sauma slaufur sem þeir svo selja á Facebook-síðu sinni. Hönnunina kalla þeir NEK og segir Pétur Haukur að viðtökurnar hafi verið góðar. „Við byrjuðum á þessu fyrir rúmum tveimur mánuðum og höfum verið að prófa okkur áfram með að finna mót og efni. Þetta er bara svona skemmtilegt verkefni og við köllum okkur ekki hönnuði eða neitt slíkt, en þetta hefur gengið vonum framar og við náum varla að sinna eftirspurn.“Upphaflega ætluðu piltarnir einungis að framleiða einlitar, stílhreinar slaufur en þegar þeir sáu úrvalið af skrautlegum efnum í efnavöruverslunum stóðust þeir ekki mátið. „Það kom mér á óvart að skrautlegu slaufurnar seljast mest,“ viðurkennir Pétur Haukur. Hver slaufa kostar 3.000 krónur og bjóða félagarnir upp á fría heimsendingu á fimmtudögum. Hægt er að panta slaufu í gegnum Facebook. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Við erum báðir miklir slaufumenn. Okkur fannst vanta flottar, ódýrar slaufur og ákváðum bara að fara að framleiða þær sjálfir,“ segir Pétur Haukur Loftsson, sem ásamt félaga sínum Guðjóni Ólafssyni hóf að hanna og sauma slaufur sem þeir svo selja á Facebook-síðu sinni. Hönnunina kalla þeir NEK og segir Pétur Haukur að viðtökurnar hafi verið góðar. „Við byrjuðum á þessu fyrir rúmum tveimur mánuðum og höfum verið að prófa okkur áfram með að finna mót og efni. Þetta er bara svona skemmtilegt verkefni og við köllum okkur ekki hönnuði eða neitt slíkt, en þetta hefur gengið vonum framar og við náum varla að sinna eftirspurn.“Upphaflega ætluðu piltarnir einungis að framleiða einlitar, stílhreinar slaufur en þegar þeir sáu úrvalið af skrautlegum efnum í efnavöruverslunum stóðust þeir ekki mátið. „Það kom mér á óvart að skrautlegu slaufurnar seljast mest,“ viðurkennir Pétur Haukur. Hver slaufa kostar 3.000 krónur og bjóða félagarnir upp á fría heimsendingu á fimmtudögum. Hægt er að panta slaufu í gegnum Facebook.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira