Kýr strunsar burt úr árekstri Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2013 13:15 Vanalega fara bæði dýr og bílar illa úr árekstri þeirra á milli. Þessi kýr í Rússlandi virðist einkar sterkbyggð því eftir að fólksbíll ekur á hana og hún hendist uppá húdd hans og brýtur framrúðuna, rúllar hún af bílnum, veltist í götunni, en stendur upp og labbar af stað alveg óhölt. Hvar skyldi svo vera líklegast að mynd af slíku náist nema í Rússlandi þar sem flestir bílstjórar virðast hafa komið fyrir upptökuvélum á mælaborðinu. Árekstrar eru fæstir skondnir en þessi verður það ekki síst fyrir þá tilburði sem kýrin og tuddinn fyrir aftan hana aðhöfðust rétt fyrir áreksturinn. Af þessu öllu saman náðist hið skýrasta myndskeið, sem sést hér að ofan. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Vanalega fara bæði dýr og bílar illa úr árekstri þeirra á milli. Þessi kýr í Rússlandi virðist einkar sterkbyggð því eftir að fólksbíll ekur á hana og hún hendist uppá húdd hans og brýtur framrúðuna, rúllar hún af bílnum, veltist í götunni, en stendur upp og labbar af stað alveg óhölt. Hvar skyldi svo vera líklegast að mynd af slíku náist nema í Rússlandi þar sem flestir bílstjórar virðast hafa komið fyrir upptökuvélum á mælaborðinu. Árekstrar eru fæstir skondnir en þessi verður það ekki síst fyrir þá tilburði sem kýrin og tuddinn fyrir aftan hana aðhöfðust rétt fyrir áreksturinn. Af þessu öllu saman náðist hið skýrasta myndskeið, sem sést hér að ofan.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent