Opel Insignia "Allroad“ Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2013 08:45 Opel ætlar að taka þátt í samkeppninni um kaupendur sem kjósa fólksbíla sem hæfir eru til utanvegaakstur, líkt og Audi Allroad bílarnir. Opel mun kynna Opel Insignia Country Tourer til sögunnar á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessi bíll mun standa hærra frá vegi en venjulegi Insignia bíllinn, vera fjórhjóladrifinn og fá öflugar vélar. Í boði verða 250 hestafla forþjöppudrifin 2,0 l. bensínvél, 163 og 195 hestafla 2,0 l. dísilvélar sem einnig verða með forþjöppu. Í útliti svipar þessi nýja Insignia til Audi Allroad bílanna, með áberandi brettaköntum, stærri dekkjum, tvöföldu pústkerfi og varnarhlífum bæði að framan og aftan sem taka eiga við grjótkasti við erfiðari aðstæður. Með þessu nýja útspili, sem og nýja jepplingnum Mokka er Opel greinilega að fikra sig meira inná markaðinn fyrir bíla sem geta glímt við ófærur, en Opel hefur ekki verið mikið þekkt fyrir slíka bíla áður. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent
Opel ætlar að taka þátt í samkeppninni um kaupendur sem kjósa fólksbíla sem hæfir eru til utanvegaakstur, líkt og Audi Allroad bílarnir. Opel mun kynna Opel Insignia Country Tourer til sögunnar á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessi bíll mun standa hærra frá vegi en venjulegi Insignia bíllinn, vera fjórhjóladrifinn og fá öflugar vélar. Í boði verða 250 hestafla forþjöppudrifin 2,0 l. bensínvél, 163 og 195 hestafla 2,0 l. dísilvélar sem einnig verða með forþjöppu. Í útliti svipar þessi nýja Insignia til Audi Allroad bílanna, með áberandi brettaköntum, stærri dekkjum, tvöföldu pústkerfi og varnarhlífum bæði að framan og aftan sem taka eiga við grjótkasti við erfiðari aðstæður. Með þessu nýja útspili, sem og nýja jepplingnum Mokka er Opel greinilega að fikra sig meira inná markaðinn fyrir bíla sem geta glímt við ófærur, en Opel hefur ekki verið mikið þekkt fyrir slíka bíla áður.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent