Ók inní hóp áhorfenda Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2013 11:30 Ökumaðurinn búinn að missa tök á bílnum Að minnsta kosti 17 manns eru slasaðir eftir að ökumaður Koenigsegg sportbíls ók inn í hóp áhorfenda í Gran Turismo Polonia ökukeppninni í Póllandi síðastliðna helgi. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi tekið skrikvörn bílsins af til að geta skrikað bílnum til hliðar í beygjum, en slíkt er afar óvarlegt á svo öflugum bíl sem þessi Koenisegg bíll er. Á meðal hinna slösuðu voru börn. Allir voru fluttir á spítala og eru 5 þeirra ennþá þar, enginn þeirra í lífshættu, en fjórir talsvert mikið slasaðir. Ökumaður bílsins er Norðmaður og hefur hann víst nokkra reynslu af keppnisakstri, en hætt er við að hann bæti ekki mikið við þá reynslu á næstunni. Gran Turismo Polonia keppnin er árlegur viðburður sem trekkir að hundruði öflugra keppnisbíla og marga áhorfendur. Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent
Að minnsta kosti 17 manns eru slasaðir eftir að ökumaður Koenigsegg sportbíls ók inn í hóp áhorfenda í Gran Turismo Polonia ökukeppninni í Póllandi síðastliðna helgi. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi tekið skrikvörn bílsins af til að geta skrikað bílnum til hliðar í beygjum, en slíkt er afar óvarlegt á svo öflugum bíl sem þessi Koenisegg bíll er. Á meðal hinna slösuðu voru börn. Allir voru fluttir á spítala og eru 5 þeirra ennþá þar, enginn þeirra í lífshættu, en fjórir talsvert mikið slasaðir. Ökumaður bílsins er Norðmaður og hefur hann víst nokkra reynslu af keppnisakstri, en hætt er við að hann bæti ekki mikið við þá reynslu á næstunni. Gran Turismo Polonia keppnin er árlegur viðburður sem trekkir að hundruði öflugra keppnisbíla og marga áhorfendur.
Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent