Montgomerie verður ekki með á opna breska 3. júlí 2013 09:45 Skotinn Colin Montgomerie verður fjarri góðu gamni á opna breska meistaramótinu í golfi í ár en hann komst ekki í gegnum úrtökumótið. Montgomerie byrjaði mótið vel og var einu höggi á eftir efsta manni eftir fyrsta daginn en hann var arfaslakur daginn eftir og spilaði á 76 höggum. "Ég var kominn á fimm undir par og svo kastaði ég þessu frá mér. Þetta hefur ekkert með álag að gera. Ég bara spilaði illa og komst aldrei í gang," sagði Montgomerie. Það tók rúmlega fjóran og hálfan tíma að klára seinni hringinn. Hann vildi þó ekki kenna leikhraða um hvernig fór. Montgomerie er orðinn fimmtugur og var lengi vel einn besti kylfingur Evrópu. Honum tókst aldrei að vinna risamót þrátt fyrir miklar væntingar. Opna breska fer fram á Muirfield frá 18. til 21. júlí. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Skotinn Colin Montgomerie verður fjarri góðu gamni á opna breska meistaramótinu í golfi í ár en hann komst ekki í gegnum úrtökumótið. Montgomerie byrjaði mótið vel og var einu höggi á eftir efsta manni eftir fyrsta daginn en hann var arfaslakur daginn eftir og spilaði á 76 höggum. "Ég var kominn á fimm undir par og svo kastaði ég þessu frá mér. Þetta hefur ekkert með álag að gera. Ég bara spilaði illa og komst aldrei í gang," sagði Montgomerie. Það tók rúmlega fjóran og hálfan tíma að klára seinni hringinn. Hann vildi þó ekki kenna leikhraða um hvernig fór. Montgomerie er orðinn fimmtugur og var lengi vel einn besti kylfingur Evrópu. Honum tókst aldrei að vinna risamót þrátt fyrir miklar væntingar. Opna breska fer fram á Muirfield frá 18. til 21. júlí.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira