Nýr Mazda3 Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2013 08:45 Mazda3 er með kunnuglegan framenda frá stóra bróður, Mazda6 Myndir eru farnar að berast af nýjum Mazda3 af árgerð 2014. Það eru góðar fréttir að hann ber mikinn keim af stærri bróður hans, Mazda6, sem mörgum þykir einkar fagur bíll. Grimmur framendinn svipar mjög til stóra bróður og hann fær að auki nokkrar af sömu vélunum sem í boði eru í Mazda6 og verður því þess sprækari. Sú minnsta er 99 hestafl 1,5 SkyActive bensínvél, en einnig 2,0 lítra bensínvél með misöflugri útfærslu, 118 og 165 hestafla. Hann fær einnig 2,2 lítra dísilvélina sem finnst í Mazda6 og CX-5 jepplingnum, en er bæði til 150 og 175 hestafla og togar heil ósköp, eða 380 eða 420 Nm. Bíllinn hefur farið í mikla megrun að sögn Mazda en tæpt er þó að hann hafi lést eins mikið og Mazda6, eða um 152 kíló. Bíllinn hefur einnig fengið hressilega yfirhalningu innandyra og nokkuð breytta efnisnotkun. Hún ætti einnig að vera í ætt við Mazda6 og er það vel. Lengra er nú milli hjóla og ætti það að skila enn betri aksturseiginleikum. Skottið er að auki stærra. Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent
Myndir eru farnar að berast af nýjum Mazda3 af árgerð 2014. Það eru góðar fréttir að hann ber mikinn keim af stærri bróður hans, Mazda6, sem mörgum þykir einkar fagur bíll. Grimmur framendinn svipar mjög til stóra bróður og hann fær að auki nokkrar af sömu vélunum sem í boði eru í Mazda6 og verður því þess sprækari. Sú minnsta er 99 hestafl 1,5 SkyActive bensínvél, en einnig 2,0 lítra bensínvél með misöflugri útfærslu, 118 og 165 hestafla. Hann fær einnig 2,2 lítra dísilvélina sem finnst í Mazda6 og CX-5 jepplingnum, en er bæði til 150 og 175 hestafla og togar heil ósköp, eða 380 eða 420 Nm. Bíllinn hefur farið í mikla megrun að sögn Mazda en tæpt er þó að hann hafi lést eins mikið og Mazda6, eða um 152 kíló. Bíllinn hefur einnig fengið hressilega yfirhalningu innandyra og nokkuð breytta efnisnotkun. Hún ætti einnig að vera í ætt við Mazda6 og er það vel. Lengra er nú milli hjóla og ætti það að skila enn betri aksturseiginleikum. Skottið er að auki stærra.
Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent