Loeb rústaði Pikes Peak metinu Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2013 14:03 Peugeot bíll Loeb á leið upp fjallið Flestir áttu líklega von á því að rallmeistarinn Sebastian Loeb myndi bæta metið i Pikes Peak fjallaklifurakstrinum, en færri áttu kannski von á því að hann myndi bæta metið um meira en eina og hálfa mínútu. Það þýðir að hann bætti metið um meira en 15 prósent. Tími Loeb var 8:13,878 mínútur en fyrra metið var 9:46,164. Meðalhraði hans var 140,7 km/klst á þessari 20 km leið sem inniheldur um það bil 100 beygjur, sumar ansi krappar. Því hefur hraði hans á beinu köflunum verið feykilega mikill, enda 875 hestöfl til taks í Peugeot 208 T16 bílnum sem sérsmíðaður var til akstursins. Á næsta ári vonast margir til að Peugeot muni reyna að komast undir 8 mínútna múrinn með Loeb undir stýri, en gaman væri ef einhver annar bílaframleiðandi veitti Peugeot keppni þá. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent
Flestir áttu líklega von á því að rallmeistarinn Sebastian Loeb myndi bæta metið i Pikes Peak fjallaklifurakstrinum, en færri áttu kannski von á því að hann myndi bæta metið um meira en eina og hálfa mínútu. Það þýðir að hann bætti metið um meira en 15 prósent. Tími Loeb var 8:13,878 mínútur en fyrra metið var 9:46,164. Meðalhraði hans var 140,7 km/klst á þessari 20 km leið sem inniheldur um það bil 100 beygjur, sumar ansi krappar. Því hefur hraði hans á beinu köflunum verið feykilega mikill, enda 875 hestöfl til taks í Peugeot 208 T16 bílnum sem sérsmíðaður var til akstursins. Á næsta ári vonast margir til að Peugeot muni reyna að komast undir 8 mínútna múrinn með Loeb undir stýri, en gaman væri ef einhver annar bílaframleiðandi veitti Peugeot keppni þá.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent