Seldi bíl og stal honum aftur 19. júlí 2013 13:28 Það má vara sig í bílakaupum, en að seljandinn steli honum aftur er vonandi sjaldgæft. Átján ára Kaliforníumær fann þennan líka fína Honda Civic af árgerð 2009 á 10.000 dollara og keypti hann af Jose nokkrum Madrigal. Hún ók honum stolt fyrir utan heimili sitt í Palm Springs, en þegar hún ætlaði að njóta hans daginn eftir var hann horfinn. Þjófurinn var enginn annar en seljandinn, sem greinilega hefur haldið eftir lykli af bílnum og vissi hvar hann yrði að finna. Að auki var eigendaskiptavottorðið sem fylgdi bílnum ólöglegt. Hún fór til lögreglunnar og tilkynnti þjófnaðinn. Lögreglan brá á það ráð að hringja í þjófinn og falast eftir bílnum til kaups. Mælti hún sér mót við hinn bíræfna þjóf við almenningsgarð. Madrigal sendi spúsu til verksins og var hún handtekin á staðnum, enda var hún með í ráðagerðinni allri. Lögreglan hélt síðan að heimili þjófaparsins, en þá lagði Madrigal á flótta á öðrum bíl sem komst ekki lengra en að næstu götu vegna bilunar og var fljótt færður í járn. Því sitja þau bæði inni sem stendur og verða kærð fyrir þjófnaðinn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent
Átján ára Kaliforníumær fann þennan líka fína Honda Civic af árgerð 2009 á 10.000 dollara og keypti hann af Jose nokkrum Madrigal. Hún ók honum stolt fyrir utan heimili sitt í Palm Springs, en þegar hún ætlaði að njóta hans daginn eftir var hann horfinn. Þjófurinn var enginn annar en seljandinn, sem greinilega hefur haldið eftir lykli af bílnum og vissi hvar hann yrði að finna. Að auki var eigendaskiptavottorðið sem fylgdi bílnum ólöglegt. Hún fór til lögreglunnar og tilkynnti þjófnaðinn. Lögreglan brá á það ráð að hringja í þjófinn og falast eftir bílnum til kaups. Mælti hún sér mót við hinn bíræfna þjóf við almenningsgarð. Madrigal sendi spúsu til verksins og var hún handtekin á staðnum, enda var hún með í ráðagerðinni allri. Lögreglan hélt síðan að heimili þjófaparsins, en þá lagði Madrigal á flótta á öðrum bíl sem komst ekki lengra en að næstu götu vegna bilunar og var fljótt færður í járn. Því sitja þau bæði inni sem stendur og verða kærð fyrir þjófnaðinn
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent