Glæsibílar sonar forseta Miðbaugs Gíneu seldir Finnur Thorlacius skrifar 17. júlí 2013 10:14 Sonurinn stígur út úr einum af glæsibílum sínum Spilling er landlæg í mörgum ríkjum Afríku og Miðbaugs Gínea er þar síst undantekning. Í landinu eru miklir möguleikar til verðmætasköpunar og ríkið eitt af þeim auðugustu í heimsálfunni. Þrátt fyrir það lifir meginhluti þjóðarinnar undir fátækramörkum og aðeins helmingur hennar hefur aðgang að hreinu vatni. Það á þó alls ekki við ráðamenn þjóðarinnar og fjölskyldur þeirra. Sonur forsetans Teodor Obiang, að nafni Teodorin, lifði í miklum vellystingum í París. Þar undi hann sér vel í 101 herbergja glæsihúsi við Champs Elysees og fyrir utan hús hans stóðu fjöldamargir bílar af gerðunum Bugatti, Bentley, Rolls Royce, Ferrari, Porsche, Maserati og Maybach. Fyrir tveimur árum lagði franska lögreglan til atlögu við Teodorin og heimili hans og upprætti auð hans og eigur í því augnamiði að koma þeim til íbúa þjóðarinnar. Nýverið seldi uppboðshúsið Drouot bíla sonarins og fengust ríflega 500 milljónir króna fyrir þá eina, en húsið sem hann bjó í er að verðmæti 10 milljarðar. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent
Spilling er landlæg í mörgum ríkjum Afríku og Miðbaugs Gínea er þar síst undantekning. Í landinu eru miklir möguleikar til verðmætasköpunar og ríkið eitt af þeim auðugustu í heimsálfunni. Þrátt fyrir það lifir meginhluti þjóðarinnar undir fátækramörkum og aðeins helmingur hennar hefur aðgang að hreinu vatni. Það á þó alls ekki við ráðamenn þjóðarinnar og fjölskyldur þeirra. Sonur forsetans Teodor Obiang, að nafni Teodorin, lifði í miklum vellystingum í París. Þar undi hann sér vel í 101 herbergja glæsihúsi við Champs Elysees og fyrir utan hús hans stóðu fjöldamargir bílar af gerðunum Bugatti, Bentley, Rolls Royce, Ferrari, Porsche, Maserati og Maybach. Fyrir tveimur árum lagði franska lögreglan til atlögu við Teodorin og heimili hans og upprætti auð hans og eigur í því augnamiði að koma þeim til íbúa þjóðarinnar. Nýverið seldi uppboðshúsið Drouot bíla sonarins og fengust ríflega 500 milljónir króna fyrir þá eina, en húsið sem hann bjó í er að verðmæti 10 milljarðar.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent