Plataði alla mótsgesti á Selfossi Finnur Thorlacius skrifar 16. júlí 2013 08:45 BílaBergur liggur undir Rover bílnum Gamlir bílar þurfa gott viðhald og vissara að einhver sé tilbúinn að liggja undir þeim í tíma og ótíma. Það er þó kannski fullmikið í lagt að liggja undir þeim heilu dagana. Þessi lá undir forláta Rover í þrjá daga í röð á bílasýningu Fornbílaklúbbsins á Selfossi á dögunum, en það var ástæða fyrir því. Hann var ekki að holdi og blóði, heldur er hann smíði eigandi bílsins, Halldórs Friðriks Olesen, sem er greinilega stríðinn mjög. Halldóri tókst með þessu að blekkja svo til alla sýningargesti með þessum forláta gerfivélvirkja, sem hann kallar BílaBerg. Með rafstýrða fæturTil þess að gera hann enn eðlilegri er hann drifinn rafmótorum og sveiflar fótunum með taktföstum hætti. Að auki var gott úrval af verkfærum í kringum hann svo hann liti nú út fyrir að vera störfum hlaðinn allan tímann."Guð, sjáðu manninn undir bílnum mamma, hann er búinn að vera að í allan dag og finnur ekkert út úr þessu. Hann er varla með réttindi þessi, búinn að bagsa við þetta í allan dag." Svona setningar heyrðust alla mótshelgina og margir furðuðu sig á veru hans undir bílnum öllum stundum. Rover bíllinn sem Halldór Friðrik var með á sýningunni á Selfossi er af árgerð 1961, stífbónaður og gullfallegur. Áður í eigu Gísla Halldórssonar leikaraHalldór er fjórði eigandi Rover bílsins, en einn ástsælasti leikari landsins, Gísli Halldórsson, keypti bílinn frá Bretlandi árið 1977 af öðrum eiganda hans. Bíllinn fékk skráningarnúmerið R 54564 og síðar G 2512. Halldór eignaðist svo bílinn árið 1989 og var hann geymdur í bílskúrnum til ársins 2006 þar sem hann fékk gagngerar endurbætur með vænum hléum á milli. halldór hefur greinilega vandað mjög til verks. Roverinn er með sex strokka línuvél, 2,4 lítra sprengirými og er 105 hestöfl, sem er dágott fyrir bíla þessa tíma. Hægt er að handsveifa bílnum í gang og er sveifin í vélarhúsinu. Hann er byggður á grind og því mjög sterklega byggður bíll, enda heil 1.650 kíló, þó hann sé tiltölulega lítill bíll. Mikill fjöldi fólks sótti þessa glæsilegu sýningu Fornbílaklúbbsins á Selfossi en klúbburinn sýndi þar 150 bíla, hvern öðrum glæsilegri og fullyrða má að margar vinnustundirnir liggi að baki glæstu útliti þeirra. Með vinnu sinni stuðla félagar í klúbbnum að varðveislu bílasögu okkar Íslendinga. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Gamlir bílar þurfa gott viðhald og vissara að einhver sé tilbúinn að liggja undir þeim í tíma og ótíma. Það er þó kannski fullmikið í lagt að liggja undir þeim heilu dagana. Þessi lá undir forláta Rover í þrjá daga í röð á bílasýningu Fornbílaklúbbsins á Selfossi á dögunum, en það var ástæða fyrir því. Hann var ekki að holdi og blóði, heldur er hann smíði eigandi bílsins, Halldórs Friðriks Olesen, sem er greinilega stríðinn mjög. Halldóri tókst með þessu að blekkja svo til alla sýningargesti með þessum forláta gerfivélvirkja, sem hann kallar BílaBerg. Með rafstýrða fæturTil þess að gera hann enn eðlilegri er hann drifinn rafmótorum og sveiflar fótunum með taktföstum hætti. Að auki var gott úrval af verkfærum í kringum hann svo hann liti nú út fyrir að vera störfum hlaðinn allan tímann."Guð, sjáðu manninn undir bílnum mamma, hann er búinn að vera að í allan dag og finnur ekkert út úr þessu. Hann er varla með réttindi þessi, búinn að bagsa við þetta í allan dag." Svona setningar heyrðust alla mótshelgina og margir furðuðu sig á veru hans undir bílnum öllum stundum. Rover bíllinn sem Halldór Friðrik var með á sýningunni á Selfossi er af árgerð 1961, stífbónaður og gullfallegur. Áður í eigu Gísla Halldórssonar leikaraHalldór er fjórði eigandi Rover bílsins, en einn ástsælasti leikari landsins, Gísli Halldórsson, keypti bílinn frá Bretlandi árið 1977 af öðrum eiganda hans. Bíllinn fékk skráningarnúmerið R 54564 og síðar G 2512. Halldór eignaðist svo bílinn árið 1989 og var hann geymdur í bílskúrnum til ársins 2006 þar sem hann fékk gagngerar endurbætur með vænum hléum á milli. halldór hefur greinilega vandað mjög til verks. Roverinn er með sex strokka línuvél, 2,4 lítra sprengirými og er 105 hestöfl, sem er dágott fyrir bíla þessa tíma. Hægt er að handsveifa bílnum í gang og er sveifin í vélarhúsinu. Hann er byggður á grind og því mjög sterklega byggður bíll, enda heil 1.650 kíló, þó hann sé tiltölulega lítill bíll. Mikill fjöldi fólks sótti þessa glæsilegu sýningu Fornbílaklúbbsins á Selfossi en klúbburinn sýndi þar 150 bíla, hvern öðrum glæsilegri og fullyrða má að margar vinnustundirnir liggi að baki glæstu útliti þeirra. Með vinnu sinni stuðla félagar í klúbbnum að varðveislu bílasögu okkar Íslendinga.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent