BMW selur meira í Kína en Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 13. júlí 2013 13:45 Frá samsetningarverksmiðju BMW í Kína Þýski bílasmiðurinn BMW gerir ráð fyrir því að selja fleiri bíla í ár en í Bandaríkjunum og yrði það í fyrsta skipti. Í Kína búa 1,3 milljarður manna og yfir 100 borgir eru með meira en milljón íbúa, svo það er ekki nema vona að þar sé stór markaður og margir hverjir orðnir nýríkir þar eystra. BMW hefur aukið sölu sína í Kína um 16% og 25% aukning er í sölu 5-línu bíls BMW í Kína. BMW hefur fjölgað mjög útsölustöðum sínum að undanförnu í Kína og á það ef til vill stærstan þátt í þessari aukningu. Þrátt fyrir þetta ágæta gengi BMW í Kína selur BMW færri bíla þar en Audi og hefur söluvöxtur Audi í ár verið enn meiri en hjá BMW, eða 18%. Hefur Audi selt nú þegar 228.000 bíla en BMW 170.000, svo töluvert er í land að BMW nái Audi í sölu í Kína. Kínamarkaður er stærsti markaðurinn fyrir bíla Audi og fyrirtækið er með samsetningaverksmiðjur þar og hefur verið lengi. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Þýski bílasmiðurinn BMW gerir ráð fyrir því að selja fleiri bíla í ár en í Bandaríkjunum og yrði það í fyrsta skipti. Í Kína búa 1,3 milljarður manna og yfir 100 borgir eru með meira en milljón íbúa, svo það er ekki nema vona að þar sé stór markaður og margir hverjir orðnir nýríkir þar eystra. BMW hefur aukið sölu sína í Kína um 16% og 25% aukning er í sölu 5-línu bíls BMW í Kína. BMW hefur fjölgað mjög útsölustöðum sínum að undanförnu í Kína og á það ef til vill stærstan þátt í þessari aukningu. Þrátt fyrir þetta ágæta gengi BMW í Kína selur BMW færri bíla þar en Audi og hefur söluvöxtur Audi í ár verið enn meiri en hjá BMW, eða 18%. Hefur Audi selt nú þegar 228.000 bíla en BMW 170.000, svo töluvert er í land að BMW nái Audi í sölu í Kína. Kínamarkaður er stærsti markaðurinn fyrir bíla Audi og fyrirtækið er með samsetningaverksmiðjur þar og hefur verið lengi.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent