Flottasta bónorðið Finnur Thorlacius skrifar 12. júlí 2013 10:45 Henni brá ekkert lítið tilvonandi brúðurinni þegar hún og tilvonandi voru á miðri kappakstursbraut að aka djarflega milli keila og kærastinn tók skyndilega í handbremsuna, snéri sér við í sætinu og dró upp trúlofunarhring og bað sinnar heittelskuðu. Sem betur fer fyrir hann sagði hún já. Þetta gerðist á braut einni í Boston í Bandaríkjunum á klúbbdegi BMW. Í myndskeiðinu að ofan sést að tilvonandi brúðguminn er ári góður ökumaður og spennan hjá honum verður örugglega ekki meiri er hann hendir bílnum fimlega á milli keila með þá mest spennandi áætlun hvers manns í lífinu, að biðja kærustu sinnar innan nokkurra sekúndna. Allt er þetta skemmtilega fest á filmu og mjög ánægjulegt áhorfs. Eitt flottasta bónorð sem sést hefur. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent
Henni brá ekkert lítið tilvonandi brúðurinni þegar hún og tilvonandi voru á miðri kappakstursbraut að aka djarflega milli keila og kærastinn tók skyndilega í handbremsuna, snéri sér við í sætinu og dró upp trúlofunarhring og bað sinnar heittelskuðu. Sem betur fer fyrir hann sagði hún já. Þetta gerðist á braut einni í Boston í Bandaríkjunum á klúbbdegi BMW. Í myndskeiðinu að ofan sést að tilvonandi brúðguminn er ári góður ökumaður og spennan hjá honum verður örugglega ekki meiri er hann hendir bílnum fimlega á milli keila með þá mest spennandi áætlun hvers manns í lífinu, að biðja kærustu sinnar innan nokkurra sekúndna. Allt er þetta skemmtilega fest á filmu og mjög ánægjulegt áhorfs. Eitt flottasta bónorð sem sést hefur.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent