Ben Stiller og Russel Crowe hittust á Íslandi 29. júlí 2013 16:57 Ben Stiller í íslensku landslagi. MYND/THE EMPIRE Ben Stiller hitti Russel Crowe fyrir tilviljun á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Þetta kemur fram á vefsíðu kvikmyndatímaritsins The Empire. Í nýjasta hefti blaðsins er fjallað ítarlega um Íslandsdvöl Stillers, en þar tók hann upp myndina The Secret Life of Walter Mitty í fyrrasumar. Samkvæmt Empire voru ekki mikil orðaskipti á milli þeirra félaga á flugvellinum, en Crowe þótti greinilega mikið til mikið til íslensks veðurfars koma. „Þú verður að ráða yfir veðrinu,“ á hann að hafa sagt við Ben Stiller. Stiller kippti sér aftur á móti ekki upp við veðrið og sagði í viðtalinu að hann hafi þurft að eiga við ýmiskonar aðstæður í leikstjórastólnum. Crowe hafði verið á landinu í svipuðum tilgangi, en hann leikur stórt hlutverk í stórmyndinni um Örkina hans Nóa, sem var tekinn upp að hluta til á Íslandi. Þá var Tom Cruise á landinu skömmu áður, þar sem hann stóð í tökum á kvikmyndinni Oblivion. Má því segja að innrás Hollywoodleikara til landsins hafi byrjað um þetta leyti, en nú flykkjast stórstjörnur úr kvikmyndaheiminum til landsins í stórum stíl. The Secret Life of Walter Mitty verður frumsýnd í desember á þessu ári.Á fleygiferð.MYND/THE EMPIRE Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ben Stiller hitti Russel Crowe fyrir tilviljun á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Þetta kemur fram á vefsíðu kvikmyndatímaritsins The Empire. Í nýjasta hefti blaðsins er fjallað ítarlega um Íslandsdvöl Stillers, en þar tók hann upp myndina The Secret Life of Walter Mitty í fyrrasumar. Samkvæmt Empire voru ekki mikil orðaskipti á milli þeirra félaga á flugvellinum, en Crowe þótti greinilega mikið til mikið til íslensks veðurfars koma. „Þú verður að ráða yfir veðrinu,“ á hann að hafa sagt við Ben Stiller. Stiller kippti sér aftur á móti ekki upp við veðrið og sagði í viðtalinu að hann hafi þurft að eiga við ýmiskonar aðstæður í leikstjórastólnum. Crowe hafði verið á landinu í svipuðum tilgangi, en hann leikur stórt hlutverk í stórmyndinni um Örkina hans Nóa, sem var tekinn upp að hluta til á Íslandi. Þá var Tom Cruise á landinu skömmu áður, þar sem hann stóð í tökum á kvikmyndinni Oblivion. Má því segja að innrás Hollywoodleikara til landsins hafi byrjað um þetta leyti, en nú flykkjast stórstjörnur úr kvikmyndaheiminum til landsins í stórum stíl. The Secret Life of Walter Mitty verður frumsýnd í desember á þessu ári.Á fleygiferð.MYND/THE EMPIRE
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira