Jaguar með nýja smábíla aðeins úr áli Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2013 12:15 Svona gæti minni gerð Jaguar bíls litið út Uppi er hugmyndir hjá breska bílasmiðnum Jaguar að bjóða uppá smærri bíla en fyrirtækið hefur áður gert og að þeir verði með yfirbyggingu eingöngu úr áli. Um yrði að ræða bíl á stærð við BMW 3 og Mercedes Benz C-Class, jeppling á stærð við Range Rover Evoque og langbak af minni gerðinni. Þessir bílar yrðu líklega smíðaðir í verksmiðjum Land Rover, en Jaguar og Land Rover er eitt og sama fyrirtækið. Jaguar selur um helmingi færri bíla en Land Rover og hefur Jaguar uppi áætlanir um að nálgast Land Rover í sölu með þessum nýju bílum. Jaguar Land Rover hefur gert risasamning um kaup á áli við einn af stærstu álframleiðendum heims í Sádi Arabíu. Jaguar Land Rover ætlar að verja 515 milljörðum króna á ári á næstu fjórum árum við þróun nýrra bíla og nýrra verksmiðja. Það eru ekki litlir peningar, svo eðlilegt má teljast að fyrirtækis sé nú að huga að nýjum gerðum fyrir nýja markhópa. Sala Jaguar Land Rover á fyrsta helmingi ársins var 14% meiri en í fyrra og má því segja að gengi fyrirtækisins sé með besta móti, sem alls ekki á við flesta bílaframleiðendur í Evrópu. Verulega góða sala í Kína á mestan þátt í þessari aukningu. jaguar mun láta uppi áætlanir sínar á bílasýningunni í Frankfurt í september og vonandi munu þeir sýna þar hugmyndir af þessum þremur nýju bílum. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent
Uppi er hugmyndir hjá breska bílasmiðnum Jaguar að bjóða uppá smærri bíla en fyrirtækið hefur áður gert og að þeir verði með yfirbyggingu eingöngu úr áli. Um yrði að ræða bíl á stærð við BMW 3 og Mercedes Benz C-Class, jeppling á stærð við Range Rover Evoque og langbak af minni gerðinni. Þessir bílar yrðu líklega smíðaðir í verksmiðjum Land Rover, en Jaguar og Land Rover er eitt og sama fyrirtækið. Jaguar selur um helmingi færri bíla en Land Rover og hefur Jaguar uppi áætlanir um að nálgast Land Rover í sölu með þessum nýju bílum. Jaguar Land Rover hefur gert risasamning um kaup á áli við einn af stærstu álframleiðendum heims í Sádi Arabíu. Jaguar Land Rover ætlar að verja 515 milljörðum króna á ári á næstu fjórum árum við þróun nýrra bíla og nýrra verksmiðja. Það eru ekki litlir peningar, svo eðlilegt má teljast að fyrirtækis sé nú að huga að nýjum gerðum fyrir nýja markhópa. Sala Jaguar Land Rover á fyrsta helmingi ársins var 14% meiri en í fyrra og má því segja að gengi fyrirtækisins sé með besta móti, sem alls ekki á við flesta bílaframleiðendur í Evrópu. Verulega góða sala í Kína á mestan þátt í þessari aukningu. jaguar mun láta uppi áætlanir sínar á bílasýningunni í Frankfurt í september og vonandi munu þeir sýna þar hugmyndir af þessum þremur nýju bílum.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent