Audi selur 1,5 milljón bíla 2 árum á undan áætlun Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2013 14:45 Audi A6 Allroad Rupert Stadler forstjóri Audi segir að fyrirtækið muni líklega ná 1,5 milljón bíla sölu á árinu, en Audi seldi 780.500 bíla á fyrri helmingi ársins. Því stefnir allt í að fyrirtækið muni ná yfir 1,5 milljón bíla sölu áður en árið er liðið, en Audi hafði uppi áætlanir um að ná því marki árið 2015. Hin góða sala nú er dregin áfram af góðri sölu í Kína og Bandaríkjunum. Salan á fyrri helmingi ársins var 6% meiri en árið áður og hefur Audi með því dregið á sölu BMW og munar nú aðeins 24.000 bílum, en fyrir ári síðan var sá munur 85.000 bílar. "Við höfum nú náð Mercedes Benz í sölu og stefnum hraðbyri að því að ná BMW líka og höfum aldrei verið nær þeim í sölu", sagði forstjórinn. Stefnan er að ná 2 milljónum bíla árið 2020 og verða þá komnir upp fyrir BMW. BMW seldi 1,54 milljón bíla í fyrra, en Audi seldi 1,45 milljón bíla. Mercedes Benz seldi 1,32 milljón bíla í fyrra. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Rupert Stadler forstjóri Audi segir að fyrirtækið muni líklega ná 1,5 milljón bíla sölu á árinu, en Audi seldi 780.500 bíla á fyrri helmingi ársins. Því stefnir allt í að fyrirtækið muni ná yfir 1,5 milljón bíla sölu áður en árið er liðið, en Audi hafði uppi áætlanir um að ná því marki árið 2015. Hin góða sala nú er dregin áfram af góðri sölu í Kína og Bandaríkjunum. Salan á fyrri helmingi ársins var 6% meiri en árið áður og hefur Audi með því dregið á sölu BMW og munar nú aðeins 24.000 bílum, en fyrir ári síðan var sá munur 85.000 bílar. "Við höfum nú náð Mercedes Benz í sölu og stefnum hraðbyri að því að ná BMW líka og höfum aldrei verið nær þeim í sölu", sagði forstjórinn. Stefnan er að ná 2 milljónum bíla árið 2020 og verða þá komnir upp fyrir BMW. BMW seldi 1,54 milljón bíla í fyrra, en Audi seldi 1,45 milljón bíla. Mercedes Benz seldi 1,32 milljón bíla í fyrra.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent