Renault-Nissan hefur selt 100.000 rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2013 12:15 Nissan Leaf Systurfyrirtækin Renault og Nissan bjóða bæði bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Nissan býður Leaf og Renault Kangoo, Twizy, Fluence og ZOE og náðu þau samtals því takmarki í gær að selja hundraðþúsundasta bílinn sem ekki mengar neitt. Þessum bílum hefur verið ekið 841 milljón kílómetra og sparað 53 milljón lítra af eldsneyti og komið í veg fyrir að 124 milljónir kílóa af kvoltvísýringi væri spúð útí andrúmsloftið. Með þessari heildarsölu er Renault-Nissan sá bílaframleiðandi sem selt hefur flesta rafmagnsbíla í heiminum. Þessi sala hefur einungis gerst á þremur árum en Nissan Leaf var fyrst kynntur árið 2010. Er Nissan nú búið að selja 71.000 Leaf bíla og er hann söluhæsti einstaki rafmagnsbíll í heimi. Nissan Leaf er einn af 10 söluhæstu einstöku bílgerðunum í San Fransisco, Seattle og Honolulu á Hawaií. Það á einnig við í Noregi öllum þar sem eru selst hafa 4.600 eintök af Nissan Leaf frá 2011. Renault er söluhæsti bílaframleiðandi Evrópu í rafmagnsbílum og hefur selt hátt í 30.000 rafmagnsbíla af fjórum mismunandi gerðum. Söluhæstur þeirra er Twizy, en hann hefur selst í 11.000 eintökum. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Systurfyrirtækin Renault og Nissan bjóða bæði bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Nissan býður Leaf og Renault Kangoo, Twizy, Fluence og ZOE og náðu þau samtals því takmarki í gær að selja hundraðþúsundasta bílinn sem ekki mengar neitt. Þessum bílum hefur verið ekið 841 milljón kílómetra og sparað 53 milljón lítra af eldsneyti og komið í veg fyrir að 124 milljónir kílóa af kvoltvísýringi væri spúð útí andrúmsloftið. Með þessari heildarsölu er Renault-Nissan sá bílaframleiðandi sem selt hefur flesta rafmagnsbíla í heiminum. Þessi sala hefur einungis gerst á þremur árum en Nissan Leaf var fyrst kynntur árið 2010. Er Nissan nú búið að selja 71.000 Leaf bíla og er hann söluhæsti einstaki rafmagnsbíll í heimi. Nissan Leaf er einn af 10 söluhæstu einstöku bílgerðunum í San Fransisco, Seattle og Honolulu á Hawaií. Það á einnig við í Noregi öllum þar sem eru selst hafa 4.600 eintök af Nissan Leaf frá 2011. Renault er söluhæsti bílaframleiðandi Evrópu í rafmagnsbílum og hefur selt hátt í 30.000 rafmagnsbíla af fjórum mismunandi gerðum. Söluhæstur þeirra er Twizy, en hann hefur selst í 11.000 eintökum.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent