Gleymdi bílnum á ströndinni Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2013 10:18 Þegar maður er aðeins 19 ára er ekki víst að flóðataflan sé efst í huga. Breskur unglingsdrengur fór í lautarferð um helgina á Burnham-on-Sea ströndinni í heimalandinu og lagði bíl sínum á þurri ströndinni á fjöru. Svo kom að það flaut að og bíllinn varð hægt og rólega umflotinn sjó. Sjá má aðra gesti strandarinnar á meðfylgjandi myndskeiði virða fyrir sér bílinn, en einhver þeirra sá aumur á eigandanum og hringdi í björgunarsveit staðarins sem náði bílnum á þurrt. Eigandinn fannst ekki á meðan enda að njóta lautarferðarinnar. Ekki hefði þurft að spyrja að afdrifum bílsins ef sjórinn hefði náð uppí vél hans og rafkerfi, en þá hefði leið hans legið beint í endurvinnslu. Það er ávallt gott að vita af gæsku náungans ef eitthvað bjátar á. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent
Þegar maður er aðeins 19 ára er ekki víst að flóðataflan sé efst í huga. Breskur unglingsdrengur fór í lautarferð um helgina á Burnham-on-Sea ströndinni í heimalandinu og lagði bíl sínum á þurri ströndinni á fjöru. Svo kom að það flaut að og bíllinn varð hægt og rólega umflotinn sjó. Sjá má aðra gesti strandarinnar á meðfylgjandi myndskeiði virða fyrir sér bílinn, en einhver þeirra sá aumur á eigandanum og hringdi í björgunarsveit staðarins sem náði bílnum á þurrt. Eigandinn fannst ekki á meðan enda að njóta lautarferðarinnar. Ekki hefði þurft að spyrja að afdrifum bílsins ef sjórinn hefði náð uppí vél hans og rafkerfi, en þá hefði leið hans legið beint í endurvinnslu. Það er ávallt gott að vita af gæsku náungans ef eitthvað bjátar á.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent