Chevrolet Spark EV með meira tog en Ferrari 458 Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2013 08:45 Rafmagnsútgáfan af smábílnum Chevrolet Spark hefur meiri toggetu en sportbíllinn öflugi Ferrari 458 eða 400 pund/fet. Rafmagnsútgáfa Spark verður í fyrstu bara í boði í fylkjum Kaliforníu og Oregon í Bandaríkjunum. Spark EV er hægt að hlaða að 80% hleðslu á aðeins 20 mínútum og hann hefur 130 kílómetra drægni. Bíllinn er 138 hestöfl og tekur sprettinn í hundraðið á 7,6 sekúndum og því ansi frískur smábíll þar á ferð. Að undanskildum 100.000 dollara bílsins Tesla Model S er Spark EV sneggsti rafrmagnsbíllinn sem seldur er nú og er hann umtalsvert fljótari en Nissan Leaf og Chevrolet Volt. Kannski mun BMW i3, sem kynntur verður á næstu vikum, velgja honum undir uggum á þessu sviði. Verð bílsins er aðeins 2,35 milljónir króna þar vestra eftir að endurgreiðslur ríkisins hafa verið dregnar frá kaupverðinu, þar sem hann mengar ekki neitt. Sala bílsins hófst í síðasta mánuði og fór bærilega af stað. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Rafmagnsútgáfan af smábílnum Chevrolet Spark hefur meiri toggetu en sportbíllinn öflugi Ferrari 458 eða 400 pund/fet. Rafmagnsútgáfa Spark verður í fyrstu bara í boði í fylkjum Kaliforníu og Oregon í Bandaríkjunum. Spark EV er hægt að hlaða að 80% hleðslu á aðeins 20 mínútum og hann hefur 130 kílómetra drægni. Bíllinn er 138 hestöfl og tekur sprettinn í hundraðið á 7,6 sekúndum og því ansi frískur smábíll þar á ferð. Að undanskildum 100.000 dollara bílsins Tesla Model S er Spark EV sneggsti rafrmagnsbíllinn sem seldur er nú og er hann umtalsvert fljótari en Nissan Leaf og Chevrolet Volt. Kannski mun BMW i3, sem kynntur verður á næstu vikum, velgja honum undir uggum á þessu sviði. Verð bílsins er aðeins 2,35 milljónir króna þar vestra eftir að endurgreiðslur ríkisins hafa verið dregnar frá kaupverðinu, þar sem hann mengar ekki neitt. Sala bílsins hófst í síðasta mánuði og fór bærilega af stað.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent