Svissneski herinn kaupir 4.189 Mercedes Benz G-Class Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2013 14:30 Nýi Mercedes Benz G-Class herjeppinn Það er engin smápöntun sem svissneski herinn lagði inn hjá Mercedes Benz verksmiðjunum um daginn, þ.e. á 4.189 stykkjum af nýjustu gerð hins sterkbyggða G-Class bíls, sem einmitt var fyrst framleiddur sem herbíll. Svissneski herinn ætlar að skipta út eldri gerð þessa bíls fyrir þá allra nýjustu. Þessir bílar virðast endast ótrúlega vel en þeim sem skipt verður út hafa þjónað hernum í tvo áratugi. Eldri gerðin, með framleiðslunúmerinu 461, er með 2,3 lítra dísilvél en sú nýja með 3,0 litra og 184 hestafla vél með forþjöppu tengda við 5 gíra skiptingu, ber framleiðslunúmerið 463. Herinn verður því snarari í snúningum fyrir vikið. Þessir bílar kosta skildinginn, eða um tvo þriðju af G-550 bílnum sem kostar 113.905 dollara í Bandaríkjunum. Það er um 14 milljónir, svo bílar hersins koma út á ríflega 9 milljónir hver. Pöntunin er því uppá 38,5 milljarða króna. Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent
Það er engin smápöntun sem svissneski herinn lagði inn hjá Mercedes Benz verksmiðjunum um daginn, þ.e. á 4.189 stykkjum af nýjustu gerð hins sterkbyggða G-Class bíls, sem einmitt var fyrst framleiddur sem herbíll. Svissneski herinn ætlar að skipta út eldri gerð þessa bíls fyrir þá allra nýjustu. Þessir bílar virðast endast ótrúlega vel en þeim sem skipt verður út hafa þjónað hernum í tvo áratugi. Eldri gerðin, með framleiðslunúmerinu 461, er með 2,3 lítra dísilvél en sú nýja með 3,0 litra og 184 hestafla vél með forþjöppu tengda við 5 gíra skiptingu, ber framleiðslunúmerið 463. Herinn verður því snarari í snúningum fyrir vikið. Þessir bílar kosta skildinginn, eða um tvo þriðju af G-550 bílnum sem kostar 113.905 dollara í Bandaríkjunum. Það er um 14 milljónir, svo bílar hersins koma út á ríflega 9 milljónir hver. Pöntunin er því uppá 38,5 milljarða króna.
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent