Drukkin Flórídamær ekur yfir tvo heimilislausa menn Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2013 12:30 Frá slysstað Hún er ekki í góðum málum 22 ára konan sem ók Porsche Panamera bíl sínum yfir tvo heimilislausa menn sem dóu báðir. Konan, Alyza Russell, missti stjórn á sportbíl sínum á gatnamótum. Konan var greinilega á mikilli ferð og fór yfir nokkra trjárunna og bílastæði áður en hún endaði á heimilislausu mönnunum, sem voru sofandi. Hún reyndi síðan að flýja af vettvangi og reykspólaði í þeim tilgangi en komst ekkert áleiðis því annar mannanna var fastur í einni dekkjaskálinni. Ef hann var ekki látinn áður, varð það honum örugglega að aldurtila. Við áfengismælingu kom í ljós að konan var með helmingi meira áfengismagn í blóðinu en leyfilegt er. Eftir mælinguna var konunni leyft að fara heim og þá flúði hún land og fór til Írlands. Þremur vikum eftir slysið gaf konan sig fram og nú bíður hennar dómur sem gæti orðið allt að 15 ára fangelsi. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Hún er ekki í góðum málum 22 ára konan sem ók Porsche Panamera bíl sínum yfir tvo heimilislausa menn sem dóu báðir. Konan, Alyza Russell, missti stjórn á sportbíl sínum á gatnamótum. Konan var greinilega á mikilli ferð og fór yfir nokkra trjárunna og bílastæði áður en hún endaði á heimilislausu mönnunum, sem voru sofandi. Hún reyndi síðan að flýja af vettvangi og reykspólaði í þeim tilgangi en komst ekkert áleiðis því annar mannanna var fastur í einni dekkjaskálinni. Ef hann var ekki látinn áður, varð það honum örugglega að aldurtila. Við áfengismælingu kom í ljós að konan var með helmingi meira áfengismagn í blóðinu en leyfilegt er. Eftir mælinguna var konunni leyft að fara heim og þá flúði hún land og fór til Írlands. Þremur vikum eftir slysið gaf konan sig fram og nú bíður hennar dómur sem gæti orðið allt að 15 ára fangelsi.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent