Loftpúðar í mótorhjólafatnað Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2013 09:20 Mótorhjóladeild BMW vinnur nú með fyrirtækinu Dainese að þróun mótorhjólabúnings með loftpúðum, sem tíðara er að sjá í bílum. Notkun loftpúða í fatnað ökumanna, hvort sem er fyrir bíla eða mótorhjól hefur ekki sést áður og því ný og ef til vill stefnumarkandi þróun þar á ferð. Mótorhjólabúningurinn sem BMW og Dainese er að þróa hefur fengið nafnið DoubleR RaceAir og verður sýndur á mótorhjólasýningunni EICMA í Mílanó í nóvember, eftir að árekstrarprófunum verður lokið. Púðarnir springa út á svo litlum tíma sem 15 millisekúndum við árekstur og munu auka mjög á öryggi mótorhjólamanna. BMW og Dainese ætla að halda áfram samstarfi um þróun öryggisbúnaðar ýmiskonar. Sjá má virkni loftpúðanna í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent
Mótorhjóladeild BMW vinnur nú með fyrirtækinu Dainese að þróun mótorhjólabúnings með loftpúðum, sem tíðara er að sjá í bílum. Notkun loftpúða í fatnað ökumanna, hvort sem er fyrir bíla eða mótorhjól hefur ekki sést áður og því ný og ef til vill stefnumarkandi þróun þar á ferð. Mótorhjólabúningurinn sem BMW og Dainese er að þróa hefur fengið nafnið DoubleR RaceAir og verður sýndur á mótorhjólasýningunni EICMA í Mílanó í nóvember, eftir að árekstrarprófunum verður lokið. Púðarnir springa út á svo litlum tíma sem 15 millisekúndum við árekstur og munu auka mjög á öryggi mótorhjólamanna. BMW og Dainese ætla að halda áfram samstarfi um þróun öryggisbúnaðar ýmiskonar. Sjá má virkni loftpúðanna í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent