Eddie Murphy snýr aftur sem Axel Foley í Beverley Hills Cop 4 Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. júlí 2013 15:11 Eddie Murphy Undirbúningur er hafinn á fjórðu kvikmyndinni um Axel Foley, Beverley Hills lögguna, með Eddie Murphy í aðalhlutverki. Vísir greindi frá því á dögunum að sjónvarpsþættir byggðir á hinum fornfrægu Beverly Hills Cop-myndum hafi verið í bígerð, en í þetta sinn átti sonur hins broshýra Axel Foley að leysa vandann í þáttum sem CBS sjónvarpsstöðin hafði áhuga á að framleiða. Murphy og höfundur Shield þáttanna, Shawn Ryan, framleiddu prufuþáttinn. Prufuþátturinn hefur greinilega ekki fallið að smekk yfirmanna hjá CBS því að nýlega bárust þær fréttir að sjónvarpsstöðin hafi ákveðið að halda ekki áfram gerð sjónvarpsseríunnar. Aðdáendur myndanna höfðu margir hverjir beðið í ofvæni eftir þáttaröðinni. Hinsvegar, hafa sögusagnir farið í gang þess efnis að ný kvikmynd verði framleidd í stað þáttanna. Þannig segir sagan að ný kvikmynd sé í pípunum, sú fjórða í röð Beverley Hills Cop-myndanna, sem mun skarta Eddie Murphy í aðalhlutverki, nú sem endranær. Síðasta Beverley Hills Cop myndin, sem var númer þrjú í röðinni, var leikstýrt af John Landis og kom út árið 1994. Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Undirbúningur er hafinn á fjórðu kvikmyndinni um Axel Foley, Beverley Hills lögguna, með Eddie Murphy í aðalhlutverki. Vísir greindi frá því á dögunum að sjónvarpsþættir byggðir á hinum fornfrægu Beverly Hills Cop-myndum hafi verið í bígerð, en í þetta sinn átti sonur hins broshýra Axel Foley að leysa vandann í þáttum sem CBS sjónvarpsstöðin hafði áhuga á að framleiða. Murphy og höfundur Shield þáttanna, Shawn Ryan, framleiddu prufuþáttinn. Prufuþátturinn hefur greinilega ekki fallið að smekk yfirmanna hjá CBS því að nýlega bárust þær fréttir að sjónvarpsstöðin hafi ákveðið að halda ekki áfram gerð sjónvarpsseríunnar. Aðdáendur myndanna höfðu margir hverjir beðið í ofvæni eftir þáttaröðinni. Hinsvegar, hafa sögusagnir farið í gang þess efnis að ný kvikmynd verði framleidd í stað þáttanna. Þannig segir sagan að ný kvikmynd sé í pípunum, sú fjórða í röð Beverley Hills Cop-myndanna, sem mun skarta Eddie Murphy í aðalhlutverki, nú sem endranær. Síðasta Beverley Hills Cop myndin, sem var númer þrjú í röðinni, var leikstýrt af John Landis og kom út árið 1994.
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira