Sleppa ótrúlega úr aurskriðu Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2013 10:30 Það má teljast með nokkrum ólíkindum að bæði gangandi vegfarandi og fjórir farþegar bílsins, sem hér sjást lenda undir gríðarmikilli aurskriðu í Kína, skuli hafa sloppið lifandi. Gerðist þetta í borginni Yan´an í Kína á dögunum í úrhellis rigningu sem kom skriðunni af stað. Bíllinn er beint undir skriðunni er hún fellur úr brattri hlíð en á myndskeiðinu sést hvar tveir farþega bílsins stökkva út úr bílnum strax eftir skriðuna, sá þriðji staulast út örskömmu síðar og þeir þrír björguðu þeim fjórða úr bílnum. Bíllinn er gerónýtur eftir. Skriðan féll í kjölfar 80 mm rigningarmagns á aðeins tveimur klukkutímum. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Það má teljast með nokkrum ólíkindum að bæði gangandi vegfarandi og fjórir farþegar bílsins, sem hér sjást lenda undir gríðarmikilli aurskriðu í Kína, skuli hafa sloppið lifandi. Gerðist þetta í borginni Yan´an í Kína á dögunum í úrhellis rigningu sem kom skriðunni af stað. Bíllinn er beint undir skriðunni er hún fellur úr brattri hlíð en á myndskeiðinu sést hvar tveir farþega bílsins stökkva út úr bílnum strax eftir skriðuna, sá þriðji staulast út örskömmu síðar og þeir þrír björguðu þeim fjórða úr bílnum. Bíllinn er gerónýtur eftir. Skriðan féll í kjölfar 80 mm rigningarmagns á aðeins tveimur klukkutímum.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent